02. október 2019

Brakandi ferskur Skinfaxi kominn út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, var að koma úr prentsmiðjunni. Blaðið er stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni.

Á meðal efnis í blaðinu:

 • Viðtal við Guðmund Sigurbergsson, stjórnarmann í UMFÍ, um aðildarumsókn íþróttabandalaga að UMFÍ. Aðildarumsóknin verður einmitt tekin fyrir á sambandsþingi UMFÍ eftir tæpar tvær vikur. Guðmundur telur þetta geta verið stórt framtíðarskref fyrir hreyfinguna.
 • Telma Ýr lét drauminn rætast og stofnaði fimleikafélag á Patreksfirði.
 • Petra Ruth telur hreystitíma efla áhuga barna á íþróttum.
 • Erlendir gestir heimsækja UMFÍ til að fræðast um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf.
 • Benjamín Freyr Oddsson spurði unga iðkendur hvað það er sem auki skemmtun og ánægju í íþróttaiðkun þeirra. Hér segir hann frá svörunum.
 • Hafrún Kristjánsdóttir segir styrktaraðila íþróttafélaga geta sé til þess að verðlaunafé sé jafnt skipt á milli karla- og kvennagreina. Það auki jafnrétti í íþróttum.
 • Halla Karen, Irena, Embla Líf og 17 aðrar íslenskar framhaldsskólastelpur segja frá ráðstefnu um valdeflingu sem þær sóttu í París.
 • Rætt við Guðmund Kristin Sæmundsson um bókina Siðferði í íþróttum.
 • Eiður Andri Gunnlaugsson segir frá dvöl sinni í frábærum lýðháskóla í Danmörku.
 • Hjördís Gunnlaugsdóttir segir það alltaf vera jafn mikið ævintýri að vera sjálfboðaliði.
 • Umfjöllun og myndir frá Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði.
 • Líf og fjör á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað.
 • Minningarsjóður Ölla hjálpar börnum og ungmennum að stunda íþróttir.
 • Allt um netnámskeið Æskulýðsvettvangsins.

Skinfaxi er málgang UMFÍ og hefur það komið út óslitið frá árinu 1909.

Áskrifendur og sambandsaðilar UMFÍ eru að fá blaðið í hendur um þessar mundir. Einnig er hægt að nálgast eintak í íþróttamiðstöðvum, á sundstöðum, bensínstöðum og hjá sambandsaðilum um allt land.

 

Nýjasta tölublað Skinfaxa er hægt að lesa í heild sinni hér: Skinfaxi 2. tbl. 2019

Þú getur lesið eldri tölublöð Skinfaxa allt aftur til fyrsta tölublaðs á Netinu: Eldri tölublöð Skinfaxa

Þú getur líka smellt á myndina hér að neðan og náð í nýja blaðið á PDF-formi