03. ágúst 2019

Strandblak svo vinsælt að gera þurfti nýjan völl

„Þetta eru frábærar fréttir!“ segir Sævar Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands. Hvorki fleiri né færri en 99 lið taka þátt í 200 leikjum í strandblaki á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði sem stendur yfir um verslunarmannahelgina. Þetta er um 100% aukning á milli ára en á mótinu í fyrra spiluðu 52 lið 130 leiki.

Greinin reyndist svo vinsæl að bæta þurfti við þriðja strandblakvellinum við á Höfn með nær engum fyrirvara. Nýi völlurinn var settur upp á innan við sólarhring og verður hann sömuleiðis nýttur í keppni fyrir strandhandbolta.

Sævar segir uppgang strandblaksins mikinn undanfarin ár. Búið sé að setja upp flotta velli og aðstöðu víða um land og hefur nýting verið frábær í sumar. Það geti verið ein af ástæðum þess að fjölgunin sé svona mikil á milli ára.

Á unglingalandsmótinu eru þrír í hverju liði í strandblaki og tveir inni á vellinum í hverjum leik samanborið við sex í venjulegu blaki. Hver leikur er aðeins 2x6 mínútur.

 

Fleiri myndir frá strandblaki á Unglingalandsmótinu á Höfn í Hornafirði.