05. júlí 2019

UMFÍ styrkir ungt fólk um 2,2 milljónir króna

UMFÍ greiddi í vikunni styrki upp á 2,2 milljónir króna til 44 ungmenna sem sótt höfðu um styrki úr sjóði UMFÍ vegna dvalar í lýðháskóla í Danmörku.

Nemendur fengu ýmist styrk fyrir vorönn, haustönn eða heilt skólaár.

Langflestir sem UMFÍ styrkti til náms og dvalar í lýðháskóla í Danmörku fóru í íþróttalýðháskóla. Aðrir fóru í skóla tengdum myndlist, tónlist og handmennt og textíl.

Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn  og til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn eru með samstarfssamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Danmörku og því er námsframboðið fjölbreytt.

Styrkirnir eru greiddir út eftir á, þ.e. í júlí 2020. Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila inn tilteknum verkefnum:

Umsóknarfrestur er til 15. september 2019 fyrir haustönn og heilt ár. Umsóknarfrestur fyrir vorönn er 10. janúar 2020. 

Meira um styrki UMFÍ