Um UMFÍ

Hvað erum við?

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 28 sambandsaðilar. Félögin eru 460 og félagsmenn rúmlega 190 þúsund.

 

Hvað gerum við?

UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta að leiðarljósi. 

 

Hvernig gerum við það?

UMFÍ leggur áherslu á bætta lýðheilsu, að vinna að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska félagsmanna ásamt virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins. 

 

Starfsstöðvar UMFÍ

Þjónustumiðstöð UMFÍ er í Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Í þjónustumiðstöðinni er haldið utan um starf UMFÍ og aðildarfélögum og félagsmönnum veitt ýmis þjónusta. Í miðstöðinni er aðstaða til fundarhalda og fleira. 

Siminn í þjónustumiðstöð UMFÍ er 568 2929. Netfang er umfi@umfi.is

UMFÍ rekur einnig þjónustumiðstöð að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Simi: 868 1095