Lottóreglur og lottóúthlutanir

Lottóreglur og lottóúthlutanir

I. Skipting lottótekna UMFÍ:

1. 79% til sambandsaðila.
2. 14% til UMFÍ.
3. 7% til fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ, úthlutun samkvæmt reglugerð sjóðsins.

 

II. Skipting lottótekna sambandsaðila UMFÍ:

1. 20% er skipt jafnt samkvæmt sérstakri reglu.
2. 40% er skipt eftir íbúafjölda samkvæmt sérstakri reglu.
3. 40% er skipt eftir félagsmannafjölda samkvæmt sérstakri reglu.

 

III. Regla vegna jafnrar skiptingar milli sambandsaðila:

Skilyrði fyrir úthlutun hvers ár úr jafna hlutanum er að fulltrúi sambandsaðila hafi mætt á síðastliðið sambandsþing/sambandsráðsfund. Hlutur þeirra sem mæta ekki deilist á þá sambandsaðila sem mættu á síðastliðið sambandsþing/sambandsráðsfund. Að þeim skilyrðum uppfylltum er skipting sambandsaðila sem hér segir:

Einn hlutur: héraðssambönd.
30% af hlut: Keflavík íþrótta- og ungmennafélag , UMFN, UMFG, UMFF, UMFÞ og UFA.
10% af hlut: UMFÓ, USK, UMFK, Umf. Vesturhlíð og Umf. Víkverji.

 

IV. Regla vegna íbúarfjölda:

Félög með beina aðild að UMFÍ fá úthlutað miðað við íbúafjölda þannig að félagsmannafjöldi félags með beina aðild er margfaldaður með 1,7. Niðurstaðan er tala sem myndar íbúafjölda þeirra. Þessi reiknaði íbúafjöldi verður þó aldrei hærri en raunverulegur íbúafjöldi á félagssvæði viðkomandi félags skilgreint samkvæmt lögum þess eða skilgreindu starfssvæði þess sem sveitarfélagið setur því. Samanlagður íbúafjöldi tveggja eða fleiri félaga sem starfa innan sama sveitarfélags getur þó aldrei orðið hærri en íbúafjöldi viðkomandi sveitarfélags.

 

V. Regla vegna félagsmannafjölda:

Félagsmannafjöldi til grundvallar lottóúthlutun er reiknaður út einu sinni á ári og skal miðast við félagaskrá sambandsaðila 31. desember ár hvert.

 

VI. Aðrar forsendur fyrir úthlutun sambandsaðila:

Starfi sambandsaðili ekki samkvæmt lögum UMFÍ kemur hann ekki til greina við úthlutun. Stjórn UMFÍ skal setja vinnureglur þar að lútandi sem taki m.a. tillit til hvort haldinn hafi verið aðalfundur/ársþing og hvort starfsskýrslu og ársskýrslu hafi verið skilað til UMFÍ.

Starfsskýrslu og ársskýrslu skal skilað eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. Uppfylli sambandsaðili ekki þessi skilyrði skal UMFÍ frysta greiðslur til viðkomandi. Greiðsla, sem hefur verið fryst í tvö ár, rennur í fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og er óafturkræf. Forsendur í lottóúthlutun skal miða við 31. desember ár hvert, þ.e. íbúatölu eins og hún er staðfest af Hagstofu Íslands og félagatal eins og það liggur fyrir á sama tíma. Ekkert héraðssamband eða félag með beina aðild getur fengið hærra hlutfall en 30% af lottóúthlutuninni.

 

VII. Nýir sambandsaðilar: 

Reglur þessar eiga eingöngu við um þau héraðssambönd, ungmennasambönd og ungmennafélög með beina aðild sem voru aðilar að UMFÍ hinn 31. desember 2018. Aðrir sambandsaðilar að UMFÍ fá ekki úthlutað lottófé frá UMFÍ. Þegar náðst hefur samkomulag um samræmdar reglur um skiptingu lottóágóða sem gildi bæði fyrir sambandsaðila UMFÍ og ÍSÍ, skal breyta reglum þessum til samræmis við það samkomulag en til þess þarf aukinn meirihluta á Sambandsþingi UMFÍ, í samræmi við 16. grein laga UMFÍ.

 

VIII. Um úthlutun:

Fyrir 15. hvers mánaðar skal úthluta öllum ágóða sem borist hefur fyrir næsta mánuð á undan. Með hverri greiðslu skal fylgja skilagrein sem sýni forsendur fyrir úthlutun.

 

Bráðabirgðaákvæði

UMFÍ skal hafa tveggja ára aðlögunartíma til að breyta greiðslutíma sem ákveðinn er í VIII. lið reglugerðarinnar.

 

Samþykkt á 51. Sambandsþingi UMFÍ 2019 á Laugarbakka.

 

Reglugerðir um sjóði UMFÍ

Fræðslu- og verkefnasjóður

1. grein Heiti sjóðsins

Sjóðurinn heitir Fræðslu- og verkefnasjó́ður Ungmennafélags Íslands.

2. grein. Tilgangur

Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

3. grein. Skipan og hlutverk stjórnar

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur einstaklingum og einum til vara. Stjórn UMFÍ skipar stjórn sjóðsins milli þinga. Kjörtímabil sjóðsstjórnar er samhliða kjörtímabili stjórnar UMFÍ, eða tvö ár. Verkefni sjóðsstjórnar er að úthluta fé úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja.

Sjóðsstjórn setur sér nánari vinnureglur varðandi úthlutun.

4. grein. Fjármagn

Tekjur sjóðsins skulu vera ákveðinn hundraðshluti af lottó tekjum samkvæmt reglugerð um úthlutun lottó tekna, nú 7%, frjáls framlög einstaklinga og félaga, eigin vaxtatekjur og aðrar fjáraflanir sem henta þykja hverju sinni. Sjóðsstjórn er heimilt að leita eftir viðbótarfjármagni frá öðrum aðilum.

5. grein. Umsóknir

Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári. Umsóknir skulu berast skrifstofu UMFÍ, á þar til gerðu eyðublaði. Skilafrestur umsókna er annars vegar til og með 1. maí og hins vegar til og með 1. nóvember ár hvert. Sjóðsstjórn skal úthluta úr sjóðnum í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Fyrir hverja úthlutun skal auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með því að senda kynningarpóst á sambandsaðila, setja auglýsingu á vef UMFÍ og á öðrum opinberum vettvangi. Í auglýsingum eftir umsóknum í sjóðinn skal fylgja með slóð á vefsíðu UMFÍ. Þar komi fram nánari upplýsingar um sjóðinn, og yfirlit yfir þá styrkþega, styrkupphæðir og verkefni sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að afla sér nánari upplýsinga en þeirra sem fram koma á umsóknareyðublaði og leita umsagna annarra aðila. Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Verði umsókn samþykkt til styrkveitingar skal sjóðsstjórnin ákveða hversu háan styrk viðkomandi verkefni hlýtur. Umsækjendur geta óskað eftir rökstuðningi sjóðsstjórnar við sinni umsókn.

6. grein. Skilyrði

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra.

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlegra verkefna hreyfingarinnar.

Sjóðurinn styrkir ekki tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Sjóðsstjórn er heimilt að kveða nánar á um þetta í vinnureglum sínum, sbr. 3. gr.

7. grein. Uppgjör

Öllum sem hljóta styrk úr sjóðnum er skylt að skila skýrslu til UMFÍ eftir að verkefninu lýkur, um nýtingu styrksins, fyrirkomulag, helstu efnisatriði og árangur. Skýrslunni skal einnig fylgja afrit af reikningum fyrir útlögðum kostnaði. Hafi styrkur ekki verið sóttur 24 mánuðum eftir úthlutun fellur hann niður.

8. grein. Reikningar sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skila skýrslu til stjórnar UMFÍ þar sem m.a. er gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins. Rekstrar- og efnahagsreikningur sjóðsins skal birta árlega í ársskýrslu UMFÍ, sem lögð er fram á Sambandsþingi og sambandsráðsfundi.

Það endurskoðunarfélag sem sinnir endurskoðun reikninga UMFÍ hverju sinni, er jafnframt endurskoðunarfélag sjóðsins.

9. grein. Gildistími og breytingar

Reglugerð þessari verður aðeins breytt á Sambandsþingi UMFÍ og þarf að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík. Tekur gildi 1.1.2022

 

Samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík. 

Umhverfissjóður

1. grein. Heiti sjóðsins

Sjóðurinn heitir „Umhverfissjóður UMFÍ – Minningarsjóður Pálma Gíslasonar“ en Pálmi var formaður UMFÍ 1979–1993. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er vistaður hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ), Sigtúni 42, 105 Reykjavík. UMFÍ sér um að ávaxta sjóðinn á sem hagkvæmastan hátt.

2. grein. Tilgangur sjóðsins

Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Horfa skal til verkefna er tengjast yngra fólki og verkefna sem stuðla að auknum tengslum við náttúru landsins.

Líta ber til misjafns aðgengis félaga að fjármagni til verkefna og að mótframlagi félaga heima í héraði til verkefna, auk nýjunga í umhverfisverndun og nýtingu.

3. grein. Um sjóðinn

Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, ungmennafélagshreyfingin og aðrir velunnarar.

Höfuðstóll sjóðsins skal eigi vera lægri en 5.000.000 kr. og vera tengdur vísitölu neysluverðs í október 2015. Sjóðnum skulu tryggðar að lágmarki  1.200.000 kr. árlega sem greiddar verði af UMFÍ. Framlag UMFÍ er ákveðið í fjárhagsáætlun ár hvert. Sjóðsstjórn er heimilt að leita eftir viðbótarfjármagni frá öðrum aðilum.

4. grein. Skipan og hlutverk sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skipuð einum fulltrúa frá fjölskyldu Pálma Gíslasonar, formanni UMFÍ og þremur fulltrúum skipuðum af stjórn UMFÍ.

Kjörtímabil sjóðsstjórnar er samhliða kjörtímabili stjórnar UMFÍ, eða tvö ár. Verkefni sjóðsstjórnar er að úthluta fé úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja.

Sjóðsstjórn ákveður styrkupphæð hverju sinni og setur sér nánari vinnureglur varðandi úthlutun.

5. grein. Umsóknir

Úthlutað skal úr sjóðnum einu sinni á ári. Umsóknir skulu berast skrifstofu UMFÍ, á þar til gerðu eyðublaði.

Skilafrestur umsókna er til og með 15. apríl ár hvert. Sjóðsstjórn skal úthluta úr sjóðnum í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Skilyrði til styrkveitingar úr sjóðnum er að styrkþegi sé félag í UMFÍ og að verkefnið sé umhverfisverkefni.

Fyrir hverja úthlutun skal auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með því að senda kynningarpóst á sambandsaðila, setja auglýsingu á vef UMFÍ og á öðrum opinberum vettvangi. Í auglýsingum eftir umsóknum í sjóðinn skal fylgja með slóð á vefsíðu UMFÍ. Þar komi fram nánari upplýsingar um sjóðinn, og yfirlit yfir þá styrkþega, styrkupphæðir og verkefni sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að afla sér nánari upplýsinga en þeirra sem fram koma á umsóknareyðublaði og leita umsagna annarra aðila. Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Verði umsókn samþykkt til styrkveitingar skal sjóðsstjórnin ákveða hversu háan styrk viðkomandi verkefni hlýtur. Umsækjendur geta óskað eftir rökstuðningi sjóðsstjórnar við sinni umsókn.

6. grein. Skilyrði

Rétt til að sækja um styrk úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlegra verkefna hreyfingarinnar.

7. grein. Uppgjör

Öllum sem hljóta styrk úr sjóðnum er skylt að skila skýrslu til UMFÍ eftir að verkefninu lýkur, um nýtingu styrksins, fyrirkomulag, helstu efnisatriði og árangur. Skýrslunni skal einnig fylgja afrit af reikningum fyrir útlögðum kostnaði. Styrkir eru einungis greiddir út til félaga innan UMFÍ, ekki til einstaklinga. Hafi styrkur ekki verið sóttur 24 mánuðum eftir úthlutun fellur hann niður.

8. grein. Reikningar sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skila skýrslu til stjórnar UMFÍ þar sem m.a. er gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins. Rekstrar- og efnahagsreikning sjóðsins skal birta árlega í ársskýrslu UMFÍ, sem lögð er fram á Sambandsþingi og sambandsráðsfundi.

Það endurskoðunarfélag sem sinnir endurskoðun reikninga UMFÍ hverju sinni, er jafnframt endurskoðunarfélag sjóðsins.

9. grein. Gildistími og breytingar

Reglugerð þessi tekur þegar gildi. Breytingar á reglugerðinni þurfa að hljóta samþykki einfalds meirihluta á Sambandsþingi UMFÍ.

 

Samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ á Húsavík. 

 

Reglugerðir vegna Unglingalandsmóts UMFÍ

Reglugerð um ULM

1. Almennt um mótið

1.1 Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð sem haldin skal árlega um verslunarmannahelgina. Kappkosta skal að bjóða keppendum upp á fjölbreyttar íþróttagreinar, þeim og fjölskyldum þeirra upp á góðar aðstæður, heilbrigða afþreyingu og skemmtun við sem flestra hæfi. 

1.2 Markmið með mótinu er að ná til sem flestra ungmenna og stuðla að þátttöku þeirra í íþróttum og efla félagslega samkennd þeirra með heiðarleika, tillitssemi og leikgleði að leiðarljósi. Lögð skal áhersla á fjölbreytta dagskrá sem höfði jafnt til keppenda sem og annarra gesta mótsins. Gildi UMFÍ skulu höfð að leiðarljósi á mótinu og áhersla lögð á háttvísi, raunsæi og tillitssemi. 

1.3 Mótshaldari skal kappkosta að halda virðingu og hátíðleika á setningu og slitum sem séu miðaðar við unglinga, sem og önnur dagskrá mótsins. Lögð skal áhersla á fjölbreytta dagskrá sem höfði jafnt til keppenda sem og annarra gesta mótsins. 

 

2. Umsókn og undirbúningur

2.1 Stjórn UMFÍ skal árlega auglýsa eftir mótshöldurum meðal sambandsaðila. Tilkynna skal um val á mótsstað á Unglingalandsmóti hverju sinni með að minnsta kosti tveggja ára fyrirvara. 

2.2 Í umsókn skal tilgreina drög að þeim íþróttagreinum sem mótshaldari óskar eftir að keppt sé í. Með umsókn skal fylgja samþykki sveitarstjórnar á væntanlegum mótsstað. 

2.3. Skipa skal framkvæmdanefnd sem sér um undirbúning og framkvæmd mótsins. Nefndin skal skipuð fulltrúum frá mótshaldara, viðkomandi sveitarfélagi, stjórn og ungmennaráði UMFÍ. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Æskilegt er að fulltrúi ungmenna á mótsstað starfi með nefndinni. 

2.4 UMFÍ skal gera skriflega samninga um mótið og framkvæmd þess. Samningsaðilar eru UMFÍ, mótshaldari (sambandsaðili) og viðkomandi sveitarfélag. 

2.5 UMFÍ skal, ásamt mótshaldara og viðkomandi sveitarfélagi, vinna sameiginlega að yfirbragði mótanna, m.a. með fjármögnun þeirra og kynningu. UMFÍ leggur til framkvæmdastjóra mótsins og verkefnastjóra á sinn kostnað.  

 

3. Þátttaka og skráning

3.1 Unglingalandsmót UMFÍ skal fara fram um verslunarmannahelgi ár hvert. Mótið skal standa í þrjá til fjóra daga Mótið skal sett á föstudagskvöldi og því slitið á sunnudegi. 

3.2 Rétt til þátttöku eiga öll ungmenni á aldrinum 11–18 ára á almanaksárinu. 

3.3 Skráningu lýkur um miðnætti síðasta sunnudag fyrir mót. Framkvæmdanefnd hefur heimild til að lengja skráningarfrest í greinum ef hún telur þörf á. 

 

4. Þátttökugjald

4.1 Þátttökugjald skal ákveðið af stjórn UMFÍ ásamt mótshaldara hverju sinni. 

4.2 Mótsgögn eru einungis afhent þeim sem greitt hafa skráningargjaldið. 

 

5. Um mótið

5.1 Kappkosta skal að bjóða öllum keppnisgreinum upp á sem bestar aðstæður til keppni og leitast við að bjóða keppendum og gestum þeirra upp á sem besta aðstöðu til dvalar og afþreyingar á mótinu. 

5.2 Mótshaldari ber ábyrgð á að útvega starfsfólk/sjálfboðaliða við allar keppnisgreinar og viðburði mótsins. 

5.3 Sambandsaðilar eru hvött til að tilnefna tengilið sem framkvæmdanefnd getur sett sig í samband við.

5.4 Mótshaldari skal sjá um ytri gæslu á tjaldsvæðum þátttakenda og jafnframt setja reglur um umgengni.

5.4 Íþróttaleikar fyrir börn 10 ára og yngri skulu vera hluti af afþreyingardagskrá mótsins þar sem allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku án þess að um keppni sé að ræða. 

6. Íþróttakeppnin

6.1 Keppnisgreinar skulu vera fjölbreyttar og höfða til sem flestra. Ætíð skal keppt í glímu, frjálsíþróttum, knattspyrnu, körfubolta og sundi. 

6.2 Mótshaldari skal sjá til þess að keppnisaðstaða í öllum keppnisgreinum taki mið af reglum sérsambanda. Mótshaldari skal tilkynna endanlegar keppnisgreinar eigi síðar en 1. maí.

6.3 Keppt skal eftir leikreglum og aldursflokkaskiptingu viðkomandi sérsambands. Unglingalandsmótsnefnd er þó heimilt að breyta aldursskiptingu, keppnisreglum og kröfum um aðstöðu gerist þess þörf og skal það tilkynnt áður en keppni hefst samanber grein 3.2.

6.4 Endanleg tímasetning keppnisgreina skal liggja fyrir kvöldið fyrir mótsbyrjun. Skipulag keppnisgreina skal liggja fyrir eigi síðar en kvöldið fyrir keppni. 

6.5 Þrír fyrstu í hverri einstaklingsgrein hljóta verðlaun svo og einstaklingar í þremur fyrstu liðunum í flokkakeppni. 

6.6 Keppendur geta aðeins keppt með einu liði í hverri íþróttagrein á mótinu. Ef keppandi verður uppvís að leika með öðru liði en sínu skal lið það sem hann lék ólöglega með tapa viðkomandi viðureign og getur ekki unnið til verðlauna. 

 

7. Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ

7.1 Fyrirmyndabikar Unglingalandsmóts UMFÍ er afhentur á mótsslitum til þess íþróttahéraðs sem hefur sýnt fyrirmyndarframkomu á mótinu, innan sem utan keppnisvallar. 

7.2 Mótshaldari skipar þriggja manna dómnefnd sem velja skal það íþróttahérað sem hlýtur bikarinn og skal UMFÍ tilnefnda einn fulltrúa í dómnefnd. 

7.3 Sérstök reglugerð er um Fyrirmyndabikarinn sem segir til um hvað fyrirmyndafélagið þarf að uppfylla til að hljóta bikarinn. 

 

8. Um fundi, kærur o.fl. 

8.1 Áður en keppni hefst skal stjórn UMFÍ skipa þriggja manna dómnefnd, Nefndin skal fjalla um öll deilumál sem upp koma fyrir keppni eða í keppninni og dæma í þeim samkvæmt reglugerð þessari og ef við á, leikreglum viðkomandi sérsambands. Kærur skulu vera skriflegar og berast mótsstjórn eigi síðar en einni klukkustund eftir lok þeirrar keppni sem kæra á. Kærur skulu undirritaðar af forsvarsmanni viðkomandi keppnisliðs eða einstaklings. Úrskurði dómnefndar verður ekki áfrýjað. 

 

9. Annað

Breytingar á reglugerð þessari skulu samþykktar af stjórn UMFÍ.

 

10. Grein 

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og eru jafnframt eldri reglugerðir mótsins úr gildi fallnar. 

Samþykkt á 50. sambandsþingi UMFÍ 2017 á Hallormsstað.

Uppfært á stjórnarfundi UMFÍ hinn 17. febrúar 2023. 

Vinnureglur um val á mótsstað

Til að geta haldið Unglingalandsmót þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.

 

Mótshaldari og samfélegið 

Keppendur geta orðið allt að 2.000 talsins og gestir mótsins um 15.000.

Mótshaldari þarf að sýna fram á að hann hafi styrk og bakland til að framkvæma mótið. Mótshaldari þarf einnig að gera grein fyrir almennri þjónustu í samfélaginu, svo sem heilbrigðisþjónustu, löggæslu, veitingasölu og gistiþjónustu.

Aðkoma og stuðningur sveitarfélagsins þarf að liggja fyrir með umsókn um mótið.

 

Tjaldsvæði

Mótshaldari skal leggja til tjaldsvæði fyrir keppendur og mótsgesti sem næst
aðalmótssvæðinu. Tjaldsvæðið skal vera með aðgengi að rafmagni og hreinlætisaðstöðu Stærð tjaldsvæðis skal vera 8 – 10 hektarar.

 

Keppnisgreinar og keppnissvæði

Samkvæmt reglugerð um Unglingalandsmót UMFÍ skal keppa í glímu, sundi, frjálsum íþróttum, körfuknattleik og knattspyrnu.

Mótshaldari ákveður aðrar greinar með samþykki stjórnar UMFÍ. Umsækjandi þarf að tilnefna keppnisgreinar og keppnisaðstöðu í umsókn sinni. Skoða þarf dreifingu á keppnissvæðum og taka afstöðu í þeim málum. Keppnissvæðin skulu öll vera sem næst aðalkeppnissvæðinu.

Lámarksaðstaða og keppnisreglur skulu vera samkvæmt reglugerðum viðkomandi sérsambanda þar sem því verður við komið.

Keppnisgreinar & keppnissvæði
1. Dans: Íþróttahús eða salur með parketgólfi
2. Fimleikar: Íþróttahús
3. Frjálsíþróttir: Frjálsíþróttavöllur með gerviefni
4. Glíma: Íþróttahús, salur eða úti
5. Golf: 9 holu golfvöllur
6. Hestaíþróttir: Hestaíþróttavöllur
7. Knattspyrna: 8-10 gras eða gervigrasvellir í minnibolta stærð
8. Körfubolti: Íþróttahús þar sem komast fyrir a.m.k. tveir körfuboltavellir eða sambærileg aðstaða
9. Motocross: Motocrosssvæði
10. Skák: Salur
11. Starfsíþróttir: Salir
12. Sund: 25 mtr. sundlaug
13. Taekwondo: Íþróttahús eða salur
14. Íþróttir fatlaðra

Áhöld og tæki þurfa að vera klár fyrir allar keppnisgreinar.

 

Sérgreinastjórar og starfsfólk 

Við hverja keppnisgrein þarf að vera hæfur sérgreinastjóri sem heldur utan um sína grein. Hann fær með sér annað starfsfólk við framkvæmd greinarinnar.

 

Samþykkt á 48.sambandsþingi UMFÍ 2013 í Stykkishólmi

Fyrirmyndarbikar ULM

Fyrirmyndabikar Unglingalandsmóts UMFÍ er afhentur á mótsslitum til þess héraðssambands eða íþróttabandalags sem hefur sýnt fyrirmyndarframkomu innan sem utan keppni.

Mótshaldari skipar þriggja manna dómnefnd sem velja skal það héraðssamband/íþróttabandalag sem hlýtur bikarinn og skal UMFÍ tilnefnda einn fulltrúa í dómnefnd.

Eftirfarandi atriði skal dómnefnd um fyrirmyndarbikar UMFÍ hafa til hliðsjónar við val á fyrirmyndarfélagi á Unglingalandsmótum UMFÍ:

    • Unglingalandsmót UMFÍ er undantekningarlaust vímulaus fjölskylduhátíð.
    • Samstæð og glæsileg skrúðganga keppnisliðs og stuðningsfólks.
    • Framkoma liðsfélaga, stuðningsmanna og fylgdarliðs sé prúð og háttvís og öll til fyrirmyndar innan og utan vallar.
    • Samstaða keppnisliða, innan vallar og utan sem og við leik og á tjaldsvæðum.
    • Jákvæð hvatning eigin liðs, heiðarleg framkoma og hrós til mótherja.
    • Jákvætt viðmót keppenda og fylgdarliðs, laus við hroka og yfirgang.
    • Jákvæð fjölskyldustemming á tjaldsvæðum.
    • Undirbúningur þátttöku, skráning og samskipti við mótshaldara.
    • Styrk og jákvæð fararstjórn og umsjón með keppendum og fjölskyldum þeirra.
    • Reglum skal fylgt innan sem utan vallar.

Samþykkt á 48. sambandsþing UMFÍ 2013

 

Úthlutanir - Fyrirmyndarbikar

ÁRTAL FÉLAG
2022 USVS
2019  HSÞ
2018  UMSB
2017  UMSS
2016  UFA
2015  HSK
2014  HSK
2013  UÍA
2012  Keflavík
2011  UMSE
2010  HSÞ
2009  HSK
2008  HSH
2007  HSH
2006  HSH
2005  HSK
2004  HSK
2003  HSÞ
2002  USVS
2000  UMSS
1998  UNÞ
1995  HSH
1992  HHF
Sigurðarbikar

Sigurðarbikarinn er gefinn í minningu um Sigurð Geirdal, fyrrverandi framkvæmdarstjóra UMFÍ. Bikarinn afhendist að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ ár hvert til framkvæmdaraðila þess sem mótið er haldið hverju sinni og varðveita þeir bikarinn í eitt ár.

Sigurðarbikarinn ber að líta á sem ótvíræðan virðingarvott af hálfu stjórnar UMFÍ fyrir fjölþætta og frábæra framkvæmd sem skilur eftir sig stórbætta uppbyggingu í mannvirkjagerð til íþrótta- og félagsmálastarfs í héraði og félagslegt átak af margvíslegum toga.

 

Úthlutanir - Sigurðarbikar

ÁRTAL FÉLAG
2022 HSK
2019  USÚ
2018  HSK
2017  UÍA
2016  UMSB
2015  UFA
2014  UMSS
2013  USÚ
2012  HSK
2011  UÍA
2010  UMSB
2009  UMSS
2008  HSK

Reglugerðir vegna Landsmóts 50+

Reglugerð um Landsmót 50+

1. Almennt um mótið

1.1 Mótið skal vera fjölbreytt og með sem mestum menningarblæ. Markmið mótsins er að bæta lýðheilsu almennings. 

1.2 Landsmót UMFÍ 50+ skal halda ár hvert og standa í þrjá daga. Mótssetning skal fara fram á föstudegi og mótsslit á sunnudegi. 

1.3 Skipa skal framkvæmdanefnd sem starfar að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Í henni skulu sitja fulltrúar frá mótshaldara (sambandsaðila), sveitarfélagi og UMFÍ. 

 

2. Umsókn og undirbúningur

2.1 Stjórn UMFÍ skal auglýsa eftir sambandsaðilum sem áhuga hafa á að halda Landsmót 50+ og tilkynna niðurstöðu með formlegum hætti. 

2.2 UMFÍ skal gera skriflega samninga um mótið og framkvæmd þess. Aðilar að samningum eru mótshaldari (sambandsaðili), viðkomandi sveitarfélag og UMFÍ. 

2.3 UMFÍ skal, ásamt mótshaldara og viðkomandi sveitarfélagi, vinna sameiginlega að yfirbragði mótanna, m.a. með fjármögnun og kynningu þeirra. UMFÍ leggur til framkvæmdastjóra mótsins á sinn kostnað. 

 

3. Um þátttökurétt

3.1 Allir 50 ára og eldri hafa keppnisrétt á mótinu. Aldur miðast við almanaksár. 

3.2 Hver keppandi má keppa í eins mörgum keppnisgreinum og hann vill. Ef þátttaka er mikil getur mótshaldari í samráði við framkvæmdanefnd sett takmarkanir á fjölda þátttakenda bæði í einstaklings- og liðagreinum. Mótshaldara er heimilt að auglýsa ótakmarkaða þátttöku í einstökum greinum, þar sem höfðað er til fjöldaþátttöku, s.s. í almenningshlaupum óháð aldri. 

3.3 Auglýsa skal drög að tímasettri dagskrá mótsins í síðasta lagi mánuði fyrir mót. 

3.4 Skráningu lýkur um miðnætti síðasta sunnudag fyrir mót. Framkvæmdanefnd hefur heimild til að lengja skráningarfrest í öllum eða ákveðnum greinum. 

3.5 Stjórn UMFÍ ásamt mótshaldara ákveður þátttökugjald hverju sinni. 

 

4. Starfsfólk 

4.1 Mótshaldari ber ábyrgð á að útvega starfsfólk/sjálfboðaliða við allar keppnisgreinar og viðburði mótsins. 

 

5. Um fundi, kærur og fleira

5.1 Áður en keppni hefst skal stjórn UMFÍ skipa þriggja manna dómnefnd. Nefndin skal fjalla um öll deilumál sem upp koma fyrir keppni eða í keppninni og dæma í þeim samkvæmt reglugerð þessari og leikreglum viðkomandi sérsambands. Kærur skulu vera skriflegar og berast til mótsstjórnar eigi síðar en einni klukkustund eftir lok þeirrar keppni sem kæra á. Kærur skulu undirritaðar af forsvarsmanni viðkomandi keppnisliðs eða einstaklings. Úrskurði dómnefndar verður ekki áfrýjað. 

 

6. Keppnisgreinar

6.1 Framkvæmdanefnd ákveður keppnisgreinar á mótinu í samráði við UMFÍ. 

6.2 Framkvæmdanefnd ákveður aldursskiptingar í öllum keppnisgreinum. 

 

7. Um verðlaun

7.1 Þrír fyrstu í hverri grein hljóta verðlaun.

 

8. Annað

Breytingar á reglugerð þessari skulu samþykktar af stjórn UMFÍ.

9. Grein 

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og eru jafnframt eldri reglugerðir mótsins úr gildi fallnar. 

Samþykkt á 50. sambandsþingi UMFÍ 2017 á Hallormsstað.

Uppfært á stjórnarfundi UMFÍ hinn 17. febrúar 2023. 

Vinnureglur um val á mótssað

Til að geta haldið Landsmót UMFI 50+ þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur.

Mótshaldari og samfélagið

Keppendur geta orðið allt að 1.000 talsins og gestir mótsins um 5.000. Mótshaldari þarf að sýna fram á að hann hafi styrk og bakland til að framkvæma mótið. Mótshaldari þarf einnig að gera grein fyrir almennri þjónustu í samfélaginu, svo sem heilbrigðisþjónustu, löggæslu, veitingasölu og gistiþjónustu. Aðkoma og stuðningur sveitarfélagsins þarf að liggja fyrir með umsókn um mótið.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði skal vera fyrir a.m.k. 200 manns, með aðgengi að rafmagni og hreinlætisaðstöðu.

Gistiaðstaða

Gistiaðstaða þarf að vera fyrir 150 – 200 manns í næsta nágrenni.

Keppnisgreinar og keppnissvæði

Umsækjandi þarf að tilnefna keppnisgreinar og keppnisaðstöðu í umsókn sinni. Skoða þar dreifingu á keppnissvæðum og taka afstöðu í þeim málum. Keppnissvæðin skulu öll vera sem næst aðalkeppnissvæðinu.


Keppnisgreinar & keppnisaðstaða
1. Almenningshlaup
2. Boccia: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða stór salur
3. Bridds: Salur eða skólastofur
4. Frjálsíþróttir: Keppnisaðstaða getur verið á möl, tartani eða grasi. Það þarf að vera steyptur kasthringur fyrir kúlu og kringlu sem og hlaupabraut fyrir 60m. hlaup.
5. Golf: 9 holu völlur í hámarki 40 km. fjarlægð frá aðalmótsstað
6. Hestaíþróttir: Hestaíþróttavöllur
7. Hringdansar: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða stór salur
8. Hjólreiðar
9. Línudans: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða stór salur
10. Pútt: Púttvöllur
11. Ringó: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða góður grasflötur / sparkvöllur
12. Skák: Salur eða skólastofur
13. Starfsíþróttir: Salur eða skólastofur
14. Sund: Sundlaug a.m.k. 16 mtr.
15. Sýningar: Íþróttahús 18x36 eða stærra eða góður salur
16. Þríþraut

Áhöld og tæki þurfa að vera klár fyrir allar keppnisgreinar.

 

Sérgreinastjórar og starfsfólk 

Við hverja keppnisgrein þarf að vera hæfur sérgreinastjóri sem heldur utan um sína grein. Hann fær með sér annað starfsfólk við framkvæmd greinarinnar.

Samþykkt á 48. sambandsþingi UMFÍ 2013 í Stykkishólmi.

Verðlaun og viðurkenningar

Reglugerð um heiðursviðurkenningar

1. grein. Heiðursfélagi UMFÍ

Stjórn og/eða sambandsþing UMfÍ geta útnefnt heiðursfélaga UMFÍ.

Heiðursfélögum skal við hátíðlega athöfn afhentur heiðursfélagakross UMFÍ sem er æðsta heiðursmerki samtakanna.

Einungis skal útnefna heiðursfélaga þá sem hafa unnið áratuga heillaríkt starf fyrir UMFÍ, gegnt veigamiklu ábyrgðarhlutverki og unnið hreyfingunni ómetanlegt gagn. Heiðursviðurkenningar skulu að jafnaði afhentar þeim sem áður hafa hlotið gullmerki UMFÍ. Þessa sæmd má einnig sýna merkum brautryðjendum hreyfingarinnar.

Heiðursfélagar hafa öll réttindi ungmennafélaga en eru sjálfráðir um skyldur. Heiðursfélögum skal boðið á öll sambandsþing UMFÍ, sambandsráðsfundi og alla helstu viðburði sem haldnir eru á vegum UMFÍ.

 

2. grein. Gullmerki UMFÍ

Gullmerki UMFÍ er næstæðsta sæmdarviðurkenning UMFÍ. Gullmerki er veitt þeim sem hafa um árabil unnið öflugt starf fyrir ungmennafélagshreyfinguna, verið í forystu í héraði eða á vettvangi UMFÍ eða í áratugi unnið ötullega að eða tekið þátt í verkefnum UMFÍ. Einnig má veita þessa viðurkenningu við sérstök tækifæri sem stjórn telur við hæfi. Gullmerki skulu að jafnaði afhent þeim sem áður hafa hlotið starfsmerki UMFÍ.

Stjórn UMFÍ veitir einstaklingum gullmerki UMFÍ.

 

3. grein. Starfsmerki UMFÍ

Starfsmerki UMFÍ má veita fyrir frábært forystustarf í félagi, deild félags eða á vettvangi sambands, fyrir eftirtektarverð átaksverkefni eða nýjungar í starfi, góða virkni eða árangur í skipulags- og félagsstörfum s.s. með setu í stjórnum eða nefndum og fyrir mikið framlag til ungmenna- og íþróttastarfs.

Framkvæmdastjórn UMFÍ veitir einstaklingum starfsmerki UMFÍ.

 

4. grein. Þakkarskjöldur UMFÍ

Þakkarskjöld UMFÍ má veita hverjum þeim aðila eða stofnun sem hefur komið sterkt að verkefnum UMFÍ eða sýnt ungmennafélagshreyfingunni góðan stuðning. Viðkomandi þarf ekki að vera ungmennafélagi eða tilheyra hreyfingunni. Stjórn UMFÍ veitir þakkarskjöld UMFÍ.

 

5. grein. Heiðursráð

Stjórn UMFÍ skipar heiðursráð UMFÍ sem skal skipað þremur einstaklingum. Heiðursráð er ráðgefandi fyrir stjórn og framkvæmdastjórn UMFÍ um veitingu viðurkenninga.  Stjórn getur leitað umsagnar ráðsins á tillögum sambandsaðila eða óskað eftir tillögum ráðsins vegna Heiðursfélaga,  Gull– og starfsmerkja.

Breytingar á reglugerð þessari skulu samþykktar af stjórn UMFÍ.

Samþykkt af stjórn UMFÍ 29. september 2021.

 

Viðauki við reglugerðina

Viðmiðunarreglur

 

Heiðursfélagar: 

- Hefur unnið áratuga heillaríkt starf fyrir sitt hérað.
- Hefur unnið áratuga heillaríkt starf fyrir UMFÍ.
- Hefur gengt veigamiklu ábyrgðarhlutverki í hreyfingunni.
- Hefur unnið ómetanlegt gagn í hreyfingunni.
- Hefur unnið brautryðjendastarf fyrir hreyfinguna.
- Hefur hlotið gullmerki UMFÍ.

Gullmerki:

- Hefur um árabil unnið öflugt starf fyrir ungmennafélagshreyfinguna.
- Hefur um árabil verið í forystu í héraði eða á vettvangi UMFÍ.
- Hefur í áratugi unnið ötullega að eða tekið þátt í verkefnum UMFÍ.
- Hefur að jafnaði hlotið starfsmerki UMFÍ.

Starfsmerki:

- Hefur unnið frábært forystustarf í félagi, deild félags eða á vettvangi sambands.
- Hefur unnið/framkvæmt eftirtektarvert átaksverkefni.
- Hefur sýnt nýjungar í starfi.
- Hefur sýnt góða virkni eða árangur í skipulags- og/eða félagsstörfum.
- Hefur innt af hendi mikið framlag til uppeldis- og íþróttastarfs.

 

Heiðursfélagar UMFÍ

Heiðursfélagar eru að öllu jöfnu kjörnir á sambandsþingum UMFÍ. Hljóta þeir við hátíðlega athöfn heiðursfélagakross UMFÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins.

Heiðursviðurkenningar eru að jafnaði afhentar þeim sem áður hafa hlotið gullmerki UMFÍ. Þessa sæmd er einnig sýng merkum brautryðjendum íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. 

ÁRTAL NAFN FÉLAG
2021 Kristján Elvar Yngvason HSÞ
2021 Anna Ragnheiður Möller UMSK
2019 Helga Guðrún Guðjónsdóttir HSK
2011  Björn B. Jónsson HSK
2005  Þórir Jónsson  UMSB
1997  Pálmi S. Gíslason  UMSK
1993  Sigurður Geirdal UMSK
1987  Guðjón Ingimundarson UMSS
1987  Hafsteinn Þorvaldsson HSK
1982  Þorsteinn Einarsson HSK
1971  Skúli Þorsteinsson  
1969  Eiríkur J. Eiríksson  
1969  Sigurður Greipsson  
1957  Anders Skåsheim  
1957  Bernharð Stefánsson  
1957  Guðbrandur Magnússon  
1957  Helgi Valtýsson  
1957  Jóhannes Jósefsson  
1957  Jón Helgason  
1946  Björn Jakobsson  
1943  Björn Guðmundsson  
1940  Vigfús Guðmundsson  
1933  Guðmundur Jónsson frá Mosdal  
1927  Helgi Valtýsson  
1927  Jóhannes Jósefsson  
1927  Þórhallur Björnsson  

 

Gullmerki UMFÍ

Gullmerki UMFÍ er næstæðsta sæmdarviðurkenning UMFÍ. Gullmerki er veitt þeim sem hafa um árabil unnið öflugt starf fyrir ungmennafélagshreyfinguna, verið í forystu í héraði eða á vettvangi UMFÍ eða í áratugi unnið ötullega að eða tekið þátt í verkefnum UMFÍ. Gullmerki eru að jafnaði afhent þeim sem áður hafa hlotið starfsmerki UMFÍ.

 

Eftirtaldir hafa hlotið gullmerki UMFÍ: 

ÁRTAL NAFN FÉLAG
2022 Valdimar Smári Gunnarsson UMSK
2022 Stefán Konráðsson UMSK
2022 Kristján Sveinbjörnsson UMSK
2022 Elsa Jónsdóttir UMSK
2022 Þorvaldur Jóhannsson UÍA
2022 Karl Gunnlausson HSK
2022 Sigmar Helgason USVS
2022 Gunnar Sigurðsson UMSS
2022 Björn Hanssen UMSS
2021 Haukur F. Valtýsson ÍBA
2021 Jóhanna S. Kristjánsdóttir HSÞ
2021 Gunnhildur Hinriksdóttir HSÞ
2021 Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ
2021 Sigurjón Sigurðsson UMSK
2021 Guðjón Guðmundsson UMSB
2021 Flemming Jessen UMSB
2021 Sveinn Adolfsson Keflavík
2021 Bjarney S. Snævarsdóttir Keflavík
2020  Íris Grönfeldt  UMSB
2019  Guðmundur Þorsteinsson  UMSB
2019  Guðný Stefanía Stefánsdóttir HSV
2019  Guðríður Aadnegard  HSK
2019  Hrönn Jónsdóttir  UMSB
2019  Örn Guðnason  HSK
2018  Jóhann Eysteinn Pálmason  UDN
2018  Jón M. Ívarsson  HSK
2018  Rósa Marinósdóttir  UMSB
2017  Birgir Ingibergsson  Keflavík
2017  Björg Jakobsdóttir  UMSK
2017  Sveinn Jóhann Þórðarson  HHF
2017  Þórður Magni Kjartansson  Keflavík
2016  Aðalbjörg Valdimarsdóttir  USAH
2016  Snorri Olsen  UMSK
2016  Valdimar Leó Friðriksson  UMSK
2015  Hringur Hreinsson  UMSE
2015  Kári Gunnlaugsson  Keflavík
2015  Sæmundur Runólfsson  USVS
2014  Albert Valdimarsson  UMSK
2014  Anna Sigrún Mikaelsdóttir  HSÞ
2014  Einar Haraldsson  Keflavík
2014  Engilbert Olgeirsson  HSK
2014  Ester Jónsdóttir  UMSK
2014  Friðrik Pétur Ragnarsson  UMFN
2014  Hermann Níelsson UÍA
2014  Jón Páll Hreinsson  HSV
2014  Ólafur Thordersen  UMFN
2014  Páll Kristinsson  UMFN
2014  Sigfús Haraldur Bóasson  HSÞ
2014  Svanur Gestsson  UMSK
2013  Jóhann Tryggvason  UÍA
2013  Stefán Þorleifsson  UÍA
2012  Björn Ármann Ólafsson  UÍA
2011  Guðmundur Sigurðsson  UMSB
2010  Ásdís Helga Bjarnadóttir  UMSB
2010  Guðmundur Kr. Jónsson  HSK
2009  Sigurður Guðmundsson  UMSK
2008  Helga G. Guðjónsdóttir  HSK
2008  Snorri Hjaltason  UMFF
2007  Anna R. Möller  UMSK
2007  Björn Bjarndal Jónsson  HSK
2007  Gunnar Ingi Birgisson  UMSK
2007  Páll Ragnarsson  UMSS
2006  Arnór Benónýsson  HSÞ
2006  Ellert B. Schram ÍSÍ
2006  Gunnlaugur Birgir Gunnlaugsson  UMFF
2004  Haraldur Þ. Jóhannsson  UMSS
2003  Einar K. Jónsson  V
2003  Kristín Gísladóttir  HHF
2002  Hafsteinn Pálsson  UMSK
2002  Jóhann Ólafsson  UMSE
2002  Sveinn Jónsson  UMSE
2001  Ingimundur Ingimundarson  UMSB
2001  Magnús Jakobsson  UMSB
2000  Þórir Haraldsson  HSK
1999  Sigurbjörn Gunnarsson  Keflavík
1997  Finnur Ingólfsson  USVS
1997  Kristján Yngvason  HSÞ
1997  Matthías S. Lýðsson  HSS
1997  Ólína Sveinsdóttir  UMSK
1997  Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir  USAH
1993  Dóra Gunnarsdóttir  UÍA
1993  Reynir G. Karlsson  UMSK
1992  Hörður S. Óskarsson  V
1992  Magndís Alexandersdóttir  HSH
1992  Sveinn Jónsson  UMSE
1992  Þórir Jónsson  UMSB
1991  Guðmundur H. Sigurðsson  USVH
1987  Bergur Torfason  HVÍ
1987  Björn Ágústsson  UÍA
1987  Diðrik Haraldsson  HSK
1987  Jón G. Guðbjörnsson  UMSB
1987  Þóroddur Jóhannsson  UMSE
1985  Axel Jónsson  UMSK
1985  Þórður J. Pálsson  
1984  Guðjón Ingimundarson  UMSS
1984  Páll Aðalsteinsson  UMSK
1982  Gísli Halldórsson  ÍSÍ
1982  Hermann Guðmundsson  ÍSÍ
1982  Sveinn Björnsson  ÍSÍ
1981  Hafsteinn Þorvaldsson  HSK
1981  Jóhannes Sigmundsson  HSK
1981  Þórir Þorgeirsson  HSK
1978  Pálmi S. Gíslason  UMSK
1977  Gunnar Sveinsson  Keflavík
1976  Óskar Ágústsson  HSÞ
1975  Kjartan B. Guðjónsson  GLÍ
1975  Valdimar Óskarsson  UMFÍ
1973  Ármann Pétursson  UMFÍ
1973  Gísli Andrésson  UMSK
1973  Stefán Ólafur Jónsson  UMFÍ
1972  Daníel Ágústínusson  UMFÍ
1972  Jón Stefánsson  UMSE
1972  Þorsteinn Einarsson HSK
Starfsmerki UMFÍ

Starfsmerki UMFÍ er veitt fyrir frábært forystustarf í félagi, deild félags eða á vettvangi sambands, fyrir eftirtektarverð átaksverkefni eða nýjungar í starfi, góða virkni eða árangur í skipulags- og félagsstörfum s.s. með setu í stjórnum eða nefndum og fyrir mikið framlag til ungmenna- og íþróttastarfs.

 

Eftirtaldir hafa hlotið starfsmerki UMFÍ: 

ÁRTAL NAFN FÉLAG
2022 Elísabet Lovía Björnsdóttir Keflavík
2022 Kristín Blöndal Keflavík
2022 Sigurður Markús Grétarsson Keflavík
2022 Sigurgeir R. Jóhannsson Keflavík
2022 Ingibjörg Klara Helgadóttir UMSS
2022 Marteinn Valdimarsson UMSB
2022 Helga Eyjólfsdóttir UMSS
2022 Jóhannes Þórðarson UMSS
2022 Jónas Egilsson HSÞ
2022 Kristín Lárusdóttir USVS
2022 Eva Dögg Þorsteinsdóttir USVS
2022 Gissur Jónsson HSK
2022 Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir HSK
2022 Fanney Ólöf Lárusdóttir USVS
2021 Þorsteinn M. Kristinsson USVS
2021 Sveinn Þorsteinsson USVS
2021 Lára Oddsteinsdóttir USVS
2021 Bryndís Björk Hólmarsdóttir USÚ
2021 Þorbjörg Gunnarsdóttir USÚ
2021 María Sigurðardóttir HSÞ
2021 Sigríður Bjarnadóttir  UMSB
2021 Páll Snær Brynjarsson UMSB
2021 Jóhann Steinar Ingimundarsson UMSK
2021 Ólafur Þ. Eyjólfsson UMFN
2021 Jónas Andrésson Keflavík
2021 Guðný Magnúsdóttir Keflavík
2021 Hilmar Örn Jónasson Keflavík
2020 Stefanía S. Kristjánsdóttir  Keflavík
2020 Sigurþór Sævarsson  Keflavík
2020 Algirdas Slapikas  UMSK
2020 Guðmundur G. Sigurbergsson  UMSK
2020 Lárus B. Lárusson  UMSK
2020 Sigurður Rúnar Magnússon  UMSK
2020 Brynjólfur Guðmundsson  UMSB
2020 Ingvi Árnason  UMSB
2020 Auður Vala Gunnarsdóttir  UÍA
2020 Davíð Þór Sigurðarson  UÍA
2020 Pálmi Guðmundsson  USÚ
2019 Gunnar Júlíus Helgason  UMFÞ
2019 Jóhann Guðjónsson  UMSK
2019 Hrönn Jónsdóttir  UMSB
2019 Guðríður Ebba Pálsdóttir  UMSB
2019 Ásgeir Ásgeirsson  UMSB
2019 Davíð Sveinsson  HSH
2019 Rósa Þorsteinsdóttir  HSV
2019 Árni Aðalbjarnarson  HSV
2019 Gunnar Þór Gestsson  UMSS
2019 Sara Gísladóttir  UMSS
2019 Aðalbjörn Björnsson  UÍA
2019 Bjarney Guðrún Jónsdóttir  UÍA
2019 Svava Birna Stefánsdóttir  UÍA
2019 Ólafur Ármannsson  UÍA
2019 Halldór Einarsson  USÚ
2019 Sigurður Óskar Jónsson  USÚ
2019 Jóhanna Hlöðversdóttir  HSK
2019 Sigríður Anna Guðjónsdóttir  HSK
2019 Guðmann Óskar Magnússon  HSK
2018 Falur Helgi Daðason  Keflavík
2018 Eygló Alexandersdóttir  UMFN
2018 Laufey Jörgensdóttir  UMFF
2018 Helga Jóhannesdóttir  UMSK
2018 Margrét Björnsdóttir  UMSK
2018 Þórey S. Guðmundsdóttir  UMSK
2018 Anton Bjarnason  UMSK
2018 Flemming Jessen  UMSB
2018 Kristján Gíslason  UMSB
2018 Guðmundur Gíslason  HSH
2018 Hermundur Pálsson  HSH
2018 Eydís Eyþórsdóttir  HSH
2018 Páll Margeir Sveinsson  HSH
2018 Kristján Jóhannsson  UDN
2018 Jón Egilsson  UDN
2018 Hrefna Sumarlína Ingibergsdóttir  UDN
2018 Herdís Erna Matthíasdóttir  UDN
2018 Ingveldur Guðmundsdóttir  UDN
2018 Björn Hansen  UMSS
2018 Sigurlína Hrönn Einarsdóttir  UMSS
2018 Skúli V. Jónsson  UMSS
2018 Gunnlaugur Stefán Vigfússon  UÍF
2018 Stefán Garðar Níelsson  UMSE
2018 Guðrún Kristinsdóttir  HSÞ
2018 Elín Rán Björnsdóttir  UÍA
2018 Stefán Jónsson  USVS
2018 Linda Agnarsdóttir  USVS
2018 Vigfús Hróbjartsson  USVS
2018 Vilborg Smáradóttir  USVS
2018 Hjörtur Þórarinsson  HSK
2018 Jóhanna Hjartardóttir  HSK
2018 Þorbjörg Vilhjálmsdóttir  HSK
2018 Árni Þór Hilmarsson  HSK
2017 Bjarni Sigurðsson  Keflavík
2017 Kristján Þór Karlsson  Keflavík
2017 Þórunn Friðriksdóttir  UMFN
2017 Kristinn Pálsson  UMFN
2017 Sveinn Þorgeirsson  UMFF
2017 Eiríkur Mörk  UMSK
2017 Íris Grönfeldt  UMSB
2017 Rán Kristinsdóttir  HSH
2017 Arnar Eysteinsson  UDN
2017 Þórður Ingólfsson  UDN
2017 Guðni Guðnason  HSV
2017 Agnar Levy  USVH
2017 Magnús Magnússon  USVH
2017 Friðbjörg Vilhjálmsdóttir  UMSS
2017 Ingimar Ingimarsson  UMSS
2017 Símon Ingi Gestsson  UMSS
2017 Þorsteinn Marinósson  UMSE
2017 Gyða Árnadóttir  UFA
2017 Helen Jónsdóttir  HSÞ
2017 Kristján I. Jóhannesson  HSÞ
2017 Þóroddur Helgason  UÍA
2017 Gunnar Gunnarsson  UÍA
2017 Sigurbjörg Hjaltadóttir  UÍA
2017 Arna Ósk Harðardóttir  USÚ
2017 Olga Bjarnadóttir  HSK
2017 María Rósa Einarsdóttir  HSK
2017 Valdimar Hafsteinsson  HSK
2016 Einar Helgi Aðalbjörnsson  Keflavík
2016 Oddur Sæmundsson  Keflavík
2016 Magnús Hersir Hauksson  UMFÞ
2016 Þórður St. Guðmundsson  UMSK
2016 Hannes Strange  UMSK
2016 Sæmundur Hafsteinn Jóhannesson  UMSK
2016 Steinar Lúðvíksson  UMSK
2016 Páll Grétarsson  UMSK
2016 Kristján Jónatansson  UMSK
2016 Pálmi Ingólfsson  UMSB
2016 Kristrún Guðjónsdóttir   HHF
2016 Guðbjörg Hauksdóttir  HSS
2016 Þorleifur Karl Eggertsson  USVH
2016 Hafdís Vilhjálmsdóttir  USAH
2016 Pétur Pétursson  USAH
2016 Valur Magnússon  USAH
2016 Margrét Einarsdóttir  UÍF
2016 Sigurður Gunnarsson  UÍF
2016 Sigurpáll Gunnarsson  UÍF
2016 Þorgerður Hauksdóttir  UMSE
2016 Ásgeir Már Hauksson  UFA
2016 Arngeir Friðriksson  HSÞ
2016 Einar Björn Kristbergsson  UÍA
2016 Matthildur Ásmundardóttir  USÚ
2016 Baldur Gauti Tryggvason  HSK
2016 Stefán Geirsson  HSK
2016 Íris Fjóla Bjarnadóttir  UMFK
2016 Karl Davor Karlsson  UMFK
2016 Birna Jóhanna Ragnarsdóttir  UMFK
2015 Halldóra B. Guðmundsdóttir  Keflavík
2015 Jón S. Ólafsson  Keflavík
2015 Jón Karl Ólafsson  UMFF
2015 Stefán Logi Haraldsson  UMSB
2015 Þorsteinn Newton  HSS
2015 Hulda Einarsdóttir  USVH
2015 Sigrún Þórðardóttir  USVH
2015 Guðný Helgadóttir  UÍF
2015 Andrés Stefánsson  UÍF
2015 Stefán Sveinbjörnsson  UMSE
2015 Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir  UMSE
2015 Jón Þórir Óskarsson  HSÞ
2015 Magnús Þorvaldsson  HSÞ
2015 Jóhanna Kristjánsdóttir  HSÞ
2015 Sigurður Aðalsteinsson  UÍA
2015 Gunnlaugur Aðalbjarnason  UÍA
2015 Sigrún Sigurgeirsdóttir  USÚ
2015 Pálmi Kristjánsson  USVS
2015 Lárus Ingi Friðfinnsson  HSK
2015 Guðmunda Ólafsdóttir  HSK
2015 Bergur Pálsson  HSK
2014 Jón Ben Einarsson  Keflavík
2014 Hjörleifur Stefánsson  Keflavík
2014 Thor Hallgrímsson  UMFN
2014 Andrés Þórarinn Eyjólfsson  UMFN
2014 Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir  UMFF
2014 Örn Pálsson  UMFF
2014 Harpa Jónsdóttir  HSH
2014 Anna Lind Ragnarsdóttir  HSV
2014 Hulda Gunnarsdóttir  HSV
2014 Anna María Elíasdóttir  USVH
2014 Helga Hermannsdóttir  UÍF
2014 Kristján Hauksson  UÍF
2014 Freydís Anna Arngrímsdóttir  HSÞ
2014 Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir  HSÞ
2014 Andrés Skúlason  UÍA
2014 Ingólfur Baldvinsson  USÚ
2014 Jóhannes Óli Kjartansson  HSK
2014 Bjarnheiður Ástgeirsdóttir  HSK
2014 Guðmundur Jónasson  HSK
2013 Hermann Helgason  Keflavík
2013 Þorsteinn Magnússon  Keflavík
2013 Alexander Ragnarsson  UMFN
2013 Logi Halldórsson  UMFN
2013 María Guðmundsdóttir  UMFF
2013 Hallur Pálsson  HSH
2013 Anna María Reynisdóttir  HSH
2013 Maron Pétursson  HSV
2013 Elín Jóna Rósinberg  USVH
2013 Kári Marísson  UMSS
2013 Árni Stefánsson  UMSS
2013 Guðrún Árnadóttir  UÍF
2013 Sigríður Bjarnadóttir  UMSE
2013 Aðalbjörg Hafsteinsdóttir  UFA
2013 Björn Ingólfsson  HSÞ
2013 Ingibjörg Svanbergsdóttir  UÍA
2013 Ásgrímur Ingólfsson  USÚ
2013 Kristín Ragnarsdóttir  USVS
2013 Guðmundur Pétur Guðgeirsson  USVS
2013 Bergur Guðmundsson  HSK
2013 Ólafur Guðmundsson  HSK
2013 Ásta Stefánsdóttir  HSK
2013 Guðrún Tryggvadóttir  HSK
2012 Sigrún Sigvaldadóttir  Keflavík
2012 Ólafía Ólafsdóttir  Keflavík
2012 Eyjólfur Hjálmsson  UMSB
2012 Agnes Guðmundsdóttir  UMSB
2012 Friðrik Aspelund  UMSB
2012 Anna Valsdóttir  HHF
2012 Kristín Jóhannesdóttir  USVH
2012 Jónína Sigurðardóttir  USVH
2012 Auðunn Steinn Sigurðsson  USAH
2012 Guðrún Sigurjónsdóttir  USAH
2012 Hrafnhildur Pétursdóttir  UMSS
2012 Jónína Stefánsdóttir  UMSS
2012 Hjörtur Geirmundsson  UMSS
2012 Bjarni Jóhann Valdimarsson  UMSE
2012 Gísli Sigurðsson  UFA
2012 Unnar Vilhjálmsson  UFA
2012 Birna Björnsdóttir  HSÞ
2012 Björn Hafþór Guðmundsson  UÍA
2012 Gunnar Jónsson  UÍA
2012 Jóhann Tryggvason  UÍA
2012 Kristín Ásgeirsdóttir  USVS
2012 Anný Ingimarsdóttir  HSK
2012 Fanney Ólafsdóttir  HSK
2011 Ólafur Birgir Bjarnason  Keflavík
2011 Guðsveinn Ólafur Gestsson  Keflavík
2011 Kristján Gaukur Kristjánsson  UMFF
2011 Hildigunnur Gunnarsdóttir UMSK
2011 Anna Bjarnadóttir   USK
2011 Helgi Björn Ólafsson  UMSB
2011 Aðalbjörg Óskarsdóttir  HSS
2011 Rósmundur Númason  HSS
2011 Pétur Þröstur Baldursson  USVH
2011 Rannveig Helgadóttir  UMSS
2011 Viggó Jónsson  UMSS
2011 Þórarinn Hannesson  UÍF
2011 Jón Konráðsson  UÍF
2011 Gestur Hauksson  UMSE
2011 Þóra Fríður Björnsdóttir  HSÞ
2011 Adolf Guðmundsson  UÍA
2011 Þorvaldur Jóhannsson  UÍA
2011 Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir  USÚ
2011 Valdemar Einarsson  USÚ
2011 Petra K. Kristinsdóttir  USVS
2011 Ragnheiður Högnadóttir  USVS
2011 Ásta Laufey Sigurðardóttir  HSK
2011 Ólafur Elí Magnússon  HSK
2011 Guðmundur Tryggvi Ólafsson  HSK
2011 Ófeigur Ágúst Leifsson  HSK
2010 Andrés Kristinn Hjaltason  Keflavík
2010 Smári Helgason  Keflavík
2010 Sólrún Halla Bjarnadóttir  UMSB
2010 Dagný Þórisdóttir  HSH
2010 Sesselía Pálsdóttir  HSH
2010 Páll Ingþór Kristinsson  USAH
2010 Jóhann Guðmundsson  USAH
2010 Magnús B. Jónsson  USAH
2010 Unnar Agnarsson  USAH
2010 Stefán Öxndal Reynisson  UMSS
2010 Snorri Styrkársson  UMSS
2010 Kristín S. Hermannsdóttir  UMSE
2010 Linda M. Baldursdóttir  HSÞ
2010 Hermann Aðalsteinsson  HSÞ
2010 Steinn Jónasson  UÍA
2010 Ólöf Ragna Ólafsdóttir  USVS
2010 Helgi Sigurður Haraldsson  HSK
2009 Lilja Dögg Karlsdóttir  Keflavík
2009 Kristján Pálsson  UMFN
2009 Sigmundur Hermundsson  UMSK
2009 Jón Pálsson  UMSK
2009 Svava Ýr Baldvinsdóttir  UMSK
2009 Jóhann Pálsson  UMSB
2009 Kristján Þórðarson  HSH
2009 Halldór Halldórsson  HSV
2009 Jón Páll Hreinsson  HSV
2009 Júlíus Guðni Antonsson  USVH
2009 Sigurbjörg Jóhannesdóttir  USVH
2009 Steinunn Hjartardóttir  UMSS
2009 Starri Heiðmarsson  UMSE
2009 Kristján Ólafsson  UMSE
2009 Svanhildur Karlsdóttir  UFA
2009 Rannveig Oddsdóttir  UFA
2009 Sölvi Steinn Alfreðsson  HSÞ
2009 Jón Ingi Arngrímsson  UÍA
2009 Bolli Gunnarsson  HSK
2008 Níels Hermannsson   Keflavík
2008 Dagbjört Ýr Gylfadóttir  Keflavík
2008 Guðlaugur Þór Þórðarson  UMFF
2008 Stefán Hjaltested  UMSK
2008 Veronika Sigurvinsdóttir  UMSB
2008 Álfheiður Marinósdóttir  UMSB
2008 Gunnar Kristjánsson  HSH
2008 Kristján Ágúst Magnússon  HSH
2008 Ásta Guðrún Pálsdóttir  HSH
2008 Kjartan Páll Einarsson  HSH
2008 Óskar Albert Torfason  HSS
2008 Már Hermannsson  USVH
2008 Þórunn Ragnarsdóttir  USAH
2008 Elín Björk Unnarsdóttir  UMSE
2008 Óskar Óskarsson  UMSE
2008 Haraldur Bóasson  HSÞ
2008 Ragnhildur Einarsdóttir  USÚ
2008 Gísli Páll Pálsson  HSK
2008 Ólafur Áki Ragnarsson  HSK
2008 Ragnar Matthías Sigurðsson  HSK
2007 Birgir Már Bragason  Keflavík
2007 Sesselja Birgisdóttir  Keflavík
2007 Bjarni G. Þórmundsson  UMSK
2007 Finnbogi Harðarson  UDN
2007 Helga Jónsdóttir HSB
2007 Guðfinna Steingrímsdóttir  UMSE
2007 Jón Ingi Sveinsson  UMSE
2007 Kristján Sigurðsson  UMSE
2007 Sigfríður Valdimarsdóttir  UMSE
2007 Hjalti Egilsson  USÚ
2007 Hreinn Eiríksson  USÚ
2007 Steina Harðardóttir  USVS
2007 Markús Ívarsson  HSK
2006 Bjarney S. Snævarsdóttir  Keflavík
2006 Jónas Þorsteinsson  Keflavík
2006 Torfi Jóhannesson  UMSB
2006 María Alma Valdimarsdóttir  HSH
2006 Sigrún Ólafsdóttir  HSH
2006 G. Kristín Jóhannesdóttir  UMSS
2006 Guðmundur Sveinsson  UMSS
2006 Jóhanna Gunnlaugsdóttir  UMSE
2006 Hugrún Sigurbjörnsdóttir  UFA
2006 Gísli Pálsson  UFA
2006 Arnór Benónýsson  HSÞ
2006 Baldur Daníelsson  HSÞ
2006 Guðný Sigurðardóttir  USVS
2006 Guðríður Aadnegard  HSK
2006 Kristinn Guðnason  HSK
2005 Þórður Magni Kjartansson  Keflavík
2005 Guðjón Axelsson  Keflavík
2005 Sigurvin Guðfinnsson  Keflavík
2005 Sigurður H. Leifsson  UMFF
2005 Lárus Blöndal  UMSK
2005 Hafsteinn Örn Guðmundsson UMSK
2005 Jóhann Pálmason  UDN
2005 Guðjón M. Þorsteinsson  HSV
2005 Jóhann Björn Arngrímsson  HSS
2005 Vignir Örn Pálsson  HSS
2005 Björn Ingi Þorgrímsson  USVH
2005 Aðalheiður Böðvarsdóttir  USVH
2005 Bjarni Jónsson  UMSS
2005 Rögnvaldur Ingólfsson  UÍF
2005 Árni Arnsteinsson  UMSE
2005 Guðmundur Víðir Gunnlaugsson UFA
2005 Anna S. Mikaelsdóttir  HSÞ
2005 Benedikt Jóhannsson  UÍA
2005 Jóna Petra Magnúsdóttir  UÍA
2005 Gestur Halldórsson  USÚ
2005 Sædís Íva Elíasdóttir  USVS
2005 Sveinn Pálsson  USVS
2005 Kári Jónsson  HSK
2005 Helga G. Guðjónsdóttir  HSK
2004 Rúnar Arnarson  Keflavík
2004 Árni Pálsson  Keflavík
2004 Óskar Magnússon V
2004 Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir  UMSK
2004 Margrét Þórðardóttir  HSH
2004 Hjalti Þórðarson  UMSS
2004 Haukur Valtýsson  UFA
2003 Guðmundur Runólfsson  HSH
2003 Gunnar Svanlaugsson  HSH
2003 Hjörleifur K. Hjörleifsson  HSH
2003 Vilhjálmur Pétursson  HSH
2003 Ingi Þór Ágústsson  HSV
2003 Kristinn Jón Jónsson  HSV
2003 Björn Helgason  HSV
2003 Jóhann Haukur Björnsson  HSK
2002 Brynhildur Sigursteinsdóttir  UMFF
2002 Alda Helgadóttir  UMSK
2002 Anna R. Möller  UMSK
2002 Þórður Guðmundsson  UMSK
2002 Guðjón Guðmundsson  UMSB
2002 Kristín Gunnarsdóttir  UMSB
2002 Þórður B. Bachman  UMSB
2002 Aðalbjörg Valdimarsdóttir  USAH
2002 Ása Marínósdóttir  UMSE
2002 Birgitta Guðjónsdóttir  UFA
2002 Kristín Þuríður Matthíasdóttir UFA
2002 Elín Einarsdóttir  USVS
2002 Karl Gunnlaugsson  HSK
2001 Hildur Kristjánsdóttir  Keflavík
2001 Ásdís Helga Bjarnadóttir  UMSB
2001 Jósavin Arason  UMSE
2001 Hildur Aðalsteinsdóttir  UMSE
2001 Björn Ármann Ólafsson  UÍA
2000 Kári Gunnlaugsson  Keflavík
2000 Sveinn Adólfsson  Keflavík
2000 Valdimar Leó Friðriksson  UMSK
2000 Garðar Svansson  HSH
2000 Sigurður Viggósson  HHF
2000 Valdimar Gunnarsson  HHF
2000 Sigmundur Þórðarson  HSV
2000 Baldur Haraldsson  USVH
2000 Marta Gestsdóttir  UMSE
2000 Pétur Yngvason  HSÞ
2000 Árný Heiðarsdóttir UMFÓ
2000 Árni Þorgilsson  HSK
2000 Ingibjörg Marmundsdóttir  HSK
1999 Rósa Marínósdóttir  UMSB
1999 Bryndís Jónasdóttir  HSH
1999 Marínó Þorsteinsson  UMSE
1999 Hólmfríður Erlingsdóttir  UFA
1999 Engilbert Olgeirsson  HSK
1998 Inga Lóa Guðmundsdóttir  Keflavík
1998 Skúli Skúlason  Keflavík
1998 Jón Þorbjörnsson  UMFF
1998 Snorri Hjaltason  UMFF
1998 Jóna Þorvarðardóttir  UMSK
1998 Lilja Petra Ásgeirsdóttir  UMSK
1998 Einar K. Jónsson  UMSB
1998 Jóna Björg Kristjánsdóttir  UMSB
1998 Eiður Björnsson  HSH
1998 Lilja Stefánsdóttir  HSH
1998 Guðmundur Gunnarsson  UDN
1998 Frímann Guðbrandsson  UMSS
1998 Ómar Bragi Stefánsson  UMSS
1998 Hrefna Helgadóttir  UMSE
1998 Hringur Hreinsson  UMSE
1998 Níels Helgason  UMSE
1998 Sigurður Magnússon  UFA
1997 Birgir Ingibergsson  Keflavík
1997 Einar Haraldsson  Keflavík
1997 Ásgerður Halldórsdóttir  UMSK
1997 Bergþóra Sigmundsdóttir  UMSK
1997 Einar Sigurðsson  UMSK
1997 Logi Kristjánsson  UMSK
1997 Margrét Kristjánsdóttir  UMSK
1997 Ármann Bjarnason  UMSB
1997 Kristmar J. Ólafsson  UMSB
1997 Steinunn Garðarsdóttir  UMSB
1997 Grétar D. Pálsson  HSH
1997 Guðrún A. Gunnarsdóttir  HSH
1997 Sigurþór Hjörleifsson  HSH
1997 Stefán Jóhann Sigurðsson  HSH
1997 Heiðar Jóhannsson  HHF
1997 Óskar Elíasson HSV
1997 Bjarnheiður Fossdal  HSS
1997 Inga B. Tryggvadóttir  USAH
1997 Ragnhildur Húnbogadóttir  USAH
1997 Þórhalla Guðbjartsdóttir  USAH
1997 Jóhann Bjarnason  UMSE
1997 Linda Stefánsdóttir  UMSE
1997 Ragnheiður Friðgeirsdóttir  UMSE
1997 Jónas Þór Jóhannsson  UÍA
1997 Pétrún Jónsdóttir  UÍA
1997 Þorgerður Einarsdóttir  USVS
1997 Svanur Ingvarsson  HSK
1997 Þórunn Oddsdóttir  HSK
1996 Gísli Jóhannsson  Keflavík
1996 Haukur Örn Jóhannesson  UMFN
1996 Ingólfur Narfason  UMFF
1996 Birgir Ari Hilmarsson  UMSK
1996 Páll Hreinsson  UMSK
1996 Hildur Sæmundsdóttir  HSH
1996 Jón Ólafsson  HSS
1996 Eyjólfur V. Gunnarsson  USVH
1996 Stefán Þorleifsson  UÍA
1995 Hraunar Daníelsson  UMSK
1995 Guðmundur Sigurðsson  UMSB
1995 Jón Jónsson  HSK
1994 Hafsteinn Guðmundsson  Keflavík
1994 Stefán E. Bjarkason  UMFN
1994 Ester R. Jónsdóttir  UMSK
1994 Þorvaldur Jónsson  UMSB
1994 Sigrún Halldórsdóttir  UDN
1994 Haukur Valdimarsson  USVS
1994 Ólafur Örn Haraldsson  HSK
1994 Þórir Haraldsson  HSK
1993 Gunnar Þórarinsson  UMFN
1993 Stefán Már Guðmundsson  UMFF
1993 Elsa Jónsdóttir  UMSK
1993 Einar Ole Pedersen  UMSB
1993 Oddur Sigurðsson  USVH
1993 Björn Friðþjófsson  UMSE
1993 Sigmar Helgason  USVS
1992 Guðmundur G. Kristinsson  UMFF
1992 Hulda Pétursdóttir  UMSK
1992 Svanur M. Gestsson  UMSK
1992 Guðbjartur Guðmundsson  USAH
1992 Ingibergur Guðmundsson  USAH
1992 Gunnar Sigurðsson  UMSS
1992 Björn Þór Ólafsson  UÍF
1992 Jón Sævar Þórðarson  UMSE
1992 Þuríður S. Árnadóttir  UMSE
1992 Jóhann Sigurðsson  UMSE
1992 Sigurður V. Sigmundsson  HSÞ
1992 Páll Pétursson  USVS
1992 Kjartan Lárusson  HSK
1991 Ingi Gunnarsson  UMFN
1991 Gunnlaugur Hreinsson  UMFG
1991 Gísli Gunnlaugsson  UDN
1991 Björn Ingimarsson  UMSE
1991 Sigríður Helgadóttir  UMSE
1991 Albert Eymundsson  USÚ
1991 Ásmundur Gíslason  USÚ
1991 Björn B. Jónsson  HSK
1990 Hörður Ragnarsson Keflavík
1990 Magnús Haraldsson  Keflavík
1990 Friðrik Ólafsson  UMFN
1990 Albert H. N. Valdimarsson  UMSK
1990 Hafsteinn Pálsson  UMSK
1990 Karl H. Sigurðsson  UMSK
1990 Ólína Sveinsdóttir  UMSK
1990 Stefán Hafsteinsson  USAH
1990 Björg S. Blöndal  UÍA
1990 Guðni Einarsson  USVS
1990 Sæmundur Runólfsson  USVS
1990 Garðar Vigfússon  HSK
1990 Halldóra Gunnarsdóttir  HSK
1990 Valgerður Auðunsdóttir  HSK
1989 Jón Þórisson  UMSB
1989 Sigríður Þorvaldsdóttir  UMSB
1989 Grímur Magnússon  UÍA
1989 Ólafur Sigurðsson  UÍA
1988 Pálmi Frímannsson  HSH
1988 Sveinn Gestsson UDN
1988 Gísli Pálsson  UMSE
1988 Halla Loftsdóttir  HSÞ
1988 Völundur Hermóðsson  HSÞ
1988 Pétur Böðvarsson  UÍA
1988 Þráinn Þorvaldsson  HSK
1987 Guðni Halldórsson  HSÞ
1987 Kristján Yngvason  HSÞ
1986 Þiðrik Baldvinsson  UMSB
1986 Kristján Ísfeld  USVH
1986 Páll Sigurðsson  USVH
1986 Aðalbjörn Gunnlaugsson  HSÞ
1986 Jóhann Hansson  UÍA
1986 Hrafnhildur Guðmundsdóttir  HSK
1986 Jón M. Ívarsson  HSK
1986 Snorri Þorvaldsson  HSK
1985 Valdimar Guðmannsson  USAH
1985 Trausti Víglundsson  HSK
1984 Sigurbjörn Gunnarsson  Keflavík
1984 Jón Halldórsson  UMFN
1984 Kristján Sveinbjörnsson  UMSK
1984 Jónas Gestsson  HSH
1984 Ásvaldur Guðmundsson  HSV
1984 Freyr Bjarnason  HSÞ
1984 Svanhildur Hermannsdóttir  HSÞ
1984 Þormóður Ásvaldsson  HSÞ
1984 Helga Alfreðsdóttir  UÍA
1984 Magnús Stefánsson  UÍA
1983 Gunnar Snorrason  UMSK
1983 Páll Aðalsteinsson  UMSK
1983 Sigurður Björnsson  USVH
1983 Björn Sigurbjörnsson  USAH
1983 Vilhjálmur Björnsson  UMSE
1982 Ingólfur Árnason  UMSK
1982 Jón Ingi Ragnarsson  UMSK
1982 Margrét Bjarnadóttir  UMSK
1982 Gísli V. Halldórsson  UMSB
1982 Helgi Bjarnason  UMSB
1982 Ófeigur Gestsson  UMSB
1982 Matthías S. Lýðsson  HSS
1982 Kristófer Kristjánsson  USAH
1982 Lárus Ægir Guðmundsson  USAH
1982 Haukur Steindórsson  UMSE
1982 Jóhannes Geir Sigurgeirsson  UMSE
1982 Sigurður Harðarson  UMSE
1982 Björn Gíslason  HSK
1982 Örn Guðnason  HSK
1981 Gunnar Sæmundsson  USVH
1981 Tómas G. Sæmundsson  USVH
1981 Magnús Ólafsson  USAH
1981 Þórir Snorrason  UMSE
1981 Hermann Níelsson  UÍA
1981 Sigurjón Bjarnason  UÍA
1980 Bjarni Skarphéðinsson  UMSB
1980 Vigfús Pétursson  UMSB
1980 Pétur Þ. Ingjaldsson  USAH
1980 Helgi Rafn Traustason  UMSS
1980 Páll Ragnarsson  UMSS
1980 Stefán Guðmundsson  UMSS
1979 Haukur Hafsteinsson  Keflavík
1979 Jón Guðjónsson  HSV
1979 Skúli Oddsson  USVS
1979 Eggert Haukdal  HSK
1979 Gísli Magnússon  HSK
1979 Guðmundur Kr. Jónsson  HSK
1979 Haraldur Júlíusson  HSK
1978 Bjarni G. Sigurðsson  UMSB
1978 Diðrik Jóhannsson  UMSB
1977 Gunnlaugur Árnason  UMSB
1977 Birgir Þórðarson  UMSE
1977 Páll Garðarsson  UMSE
1977 Þormóður Jónsson  HSÞ
1977 Vilhjálmur Pálsson  HSÞ
1977 Eysteinn Þorvaldsson  HSK
1977 Jónas Ingimundarson  HSK
1976 Garðar Óskarsson  USK
1976 Ingólfur A. Steindórsson  USK
1976 Ólafur Þórðarson  USK
1976 Ingimundur Ingimundarson  HSS
1976 Arngrímur Geirsson  HSÞ
1976 Hörður S. Óskarsson  HSK
1976 Jóhannes Sigmundsson  HSK
1976 Sigurður Ingimundarson  HSK
1975 Ingvi S. Guðmundsson  UMSK
1975 Bjarni V. Guðjónsson  UMSB
1975 Ingimundur Ingimundarson  UMSB
1975 Jón G. Guðbjörnsson  UMSB
1975 Arnaldur Mar Bjarnason  HSÞ
1975 Brynjar Halldórsson  HSÞ
1975 Hjörtur Jóhannsson  HSK
1974 Þórhallur Guðjónsson  Keflavík
1974 Jóhannes Haraldsson  UMFG
1974 Símon Rafnsson  UMFÞ
1974 Bjarni Vilmundarson  UMSB
1974 Sigurður Jósefsson  UMSE
1973 Jón Pétursson  HSH
1973 Gunnlaugur Finnsson  HSV
1973 Helgi Guðmundsson  HSV
1973 Tómas Jónsson  HSV
1973 Ottó Finnsson  USAH
1973 Stefán Á. Jónsson  USAH
1973 Birgir Marínósson  UMSE
1973 Sveinn Jónsson  UMSE
1973 Eysteinn Hallgrímsson  HSÞ
1973 Gunnlaugur Tr. Gunnarsson  HSÞ
1973 Þórður Jónsson  HSÞ
1973 Þorsteinn Gíslason  USVS
1972 Jón M. Guðmundsson  UMSK
1972 Sigurður Skarphéðinsson  UMSK
1972 Kristján Jónsson  HSH
1972 Ottó Árnason  HSH
1972 Stefán Ásgrímsson  HSH
1972 Þórður Gíslason  HSH
1972 Guðmundur Benediktsson  UMSE
1972 Helgi Símonarson  UMSE
1972 Torfi Steinþórsson  USÚ
1972 Hermann Guðmundsson  HSK
1972 Þórir Þorgeirsson  HSK
1971 Guðmundur Snorrason  UMFN
1971 Gestur Guðmundsson  UMSK
1971 Kristófer Þorgeirsson  UMSB
1971 Stefán Pedersen  UMSS
1971 Jón Stefánsson  UMSE
1971 Þóroddur Jóhannsson  UMSE
1971 Óskar Ágústsson  HSÞ
1971 Stefán Kristjánsson  HSÞ
1971 Kristján Ingólfsson  UÍA
1971 Stefán Jasonarson  HSK
1971 Lóa Jónsdóttir  HSK
Hvatningarverðlaun UMFÍ

Reglugerð um Hvatningarverðlaun UMFÍ

1. Hvatningarverðlaun UMFÍ eru viðurkenning sem veitt er á Sambandsþingi UMFÍ og á Sambandsráðsfundi UMFÍ það ár sem Sambandsþing er ekki haldið.

2. Hvatningarverðlaun UMFÍ eru veitt fyrir eftirtektarverð og framsækin verkefni sem skara fram úr eða fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

3. Heimilt er að veita allt að þrjár viðurkenningar hverju sinni.

4. Hvatningarverðlaun UMFÍ getur hlotið sambandsaðili, aðildarfélag sambandsaðila, deild innan aðildarfélags eða einstaklingur innan aðildarfélags. 

5. Hvatningarverðlaunin eru viðurkenningarskjal og fjárupphæð sem stjórn ákveður hverju sinni. Ef verðlaunahafi er einstaklingur fær félag viðkomandi einnig viðurkenningarskjal.

6. Skrifstofa UMFÍ skal auglýsa eftir tillögum að hvatningarverðlaunum meðal sambandsaðila eigi síðar en sex vikum fyrir Sambandsþing eða Sambandsráðsfund. Hver sambandsaðili getur skilað inn allt að fimm tillögum.

Tillögur skulu hafa borist skrifstofu UMFÍ eigi síðar en þremur vikum fyrir Sambandsþing eða Sambandsráðsfund. 

7. Stjórn UMFÍ ákveður hverjir hljóta hvatningarverðlaun hverju sinni og ræður einfaldur meirihluti. Stjórn UMFÍ getur einnig að eigin frumkvæði veitt hvatningarverðlaun án tilnefningar.

8. Listi yfir handhafa hvatningarverðlauna UMFÍ ásamt stuttri lýsingu verkefnis skal ætíð vera aðgengilegur á heimasíðu UMFÍ.

Samþykkt á fundi stjórnar UMFÍ 21. september 2021.

 

Eftirtalin félög hafa hlotið hvatningarverðlaun UMFÍ: 

15. október 2021, 52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Fosshótel Húsavík.

UMFF – veitt verðlaun fyrir verkefnið Áfram lestur!

Keflavík og UMFN - veitt verðlaun fyrir samstarfsverkefni fyrir börn með mismunandi stuðningsþarfir.

 

11. október 2019, 51. sambandsþing UMFÍ haldið á Laugarbakka í Miðfirði.

UMSK – veitt verðlaun fyrir reiðskóla Hestamannfélagsins Harðar fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun.

USAH – veitt verðlaun fyrir frumkvöðlastarf og verkefni fyrir eldri borgara.

HSH – veitt verðlaun fyrir að stuðla að auknu samstarfi á meðal aðildarfélaga og fyrir að ná vel til barna af erlendum uppruna.

 

20. október 2018, 42. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn á Ísafirði.

UMSK – veitt verðlaun fyrir nýsköpun og nýjungar í starfi m.a. fyrir innleiðingu og kynningu á nýrri íþróttagrein á Íslandi; biathlon, útbreiðslu pannavalla meðal aðildarfélaga, skólamót í blaki og samvinnuverkefni innan UMSK varðandi hreyfingu eldri borgara. Þá hefur sambandi stuðlað að auknu samstarfi innan sambandsins m.a. með kynningar- og fræðsluferð til Englands.

 

15. október 2017, 50. sambandsþing UMFÍ haldið í Hallormsstað.

HSV – veitt verðlaun fyrir körfuboltabúðir Vestra. Búðirnar eru einstakar á landsvísu þar sem hvergi eru í boði búðir sem bjóða jafn mikla þjálfun ásamt bæði mötuneyti og gistingu fyrir þátttakendur. Slíkar búðir eru hinsvegar starfræktar víða erlendis og þykja Vestrabúðirnar standast samanburð við þær bestu.

 

15. október 2016, 40. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn að Laugum í Sælingsdal.

Frjálsíþróttaráð HSK - starfsemi ráðsins hefur verið öflug undanfarin ár og þar ber fyrst að nefna að ráðið heldur árlega átta héraðsmót innan- og utanhúss og hefur þátttaka verið góð.

 

17. október 2015, 49. sambandsþing UMFÍ haldið í Vík í Mýrdal.

HSH, HSS, HHF, USK, UMFK, UMSB OG UDNveitt verðlaun fyrir öflugt og metnaðarfullt íþrótta- og ungmennafélagsstarf í tengslum við samstarfsverkefnið SamVest.

 

13. október 2013, 48. sambandsþing UMFÍ haldið í Stykkishólmi

HSÞ – veitt verðlaun fyrir kröftugt og metnaðarfullt starf á sviði íþrótta- og æskulýðsmála á sambandssvæðinu í kjölfarið á sameiningu HSÞ og UNÞ.

 

16. október 2011, 47. sambandsþing UMFÍ haldið á Akureyri

HSV - veitt verðlaun fyrir nýungar í starfi og öflugt samstarf við sveitarfélagið.

 

16. október 2010, 37. sambandsráðsfundi UMFÍ haldinn á Egilsstöðum

UMSE - veitt verðlaunin fyrir framúrskarandi uppbyggingarstarf.

 

11. október 2009, 46. sambandsþingi UMFÍ haldið í Reykjanesbæ

UÍA - veitt verðlaunin fyrir framúrskarandi uppbyggingarstarf.

 

11. október 2008, 36. sambandsráðsfundi UMFÍ haldinn í Stykkishólmi:

HSÞ veitt verðlaunin fyrir að koma á fót aksturssjóði HSÞ.

 

21. október 2007, 45. sambandsþing UMFÍ haldið á Þingvöllum

HSK – fyrir framúrskarandi starf að kynningarmálum.

 

27. október 2006, 35. sambandsráðsfundur UMFÍ haldinn á Flúðum:
Umf. Skipaskagi – fyrir framúrskarandi uppbyggingarstarf á sviði íþrótta- og ungmennafélagsmála.

Keflavík íþrótta- og ungmennafélag – fyrir öflugt og metnaðarfullt íþrótta- og ungmennafélagsstarf á breiðum grunni.

 

23. október 2005, 44. sambandsþingi UMFÍ á Egilsstöðum:

HSV - veitt verðlaunin fyrir velheppnað átak í auknu félagsstarfi tengdu getraunastarfi. Framganga HSV er til fyrirmyndar og ætti að vera öðrum sambandsaðilum hvatning til að nýta þá möguleika sem í getraunastarfi felast.

 

Smelltu hér til þess að opna pdf af reglugerð. 

Matmenn Sambandsþinga

1. grein

Gripurinn er farandgripur og heitir Matmaður UMFÍ.

2. grein

Gripinn skal afhenda í lok síðustu máltíðar þings UMFÍ þeim þingfulltrúa, eða stjórnarmanni UMFÍ sem að mati dómnefndar er þess verðugastur að geyma gripinn til næsta þings.

3. grein

Dómnefnd skal skipuð forseta þings og fyrrverandi matmanni. Sé fyrrverandi matmaður ekki til staðar, skal einn fulltrúi HSK koma í hans stað og eru þeir í dómnefnd fyrsta sinni.

4. grein

Gripnum skal skila til UMFÍ eigi síðar en viku fyrir þing.

 

Eftirtaldir hafa hlotið nafnbótina matmenn UMFÍ

ÁRTAL NAFN FÉLAG
2021 Ingvar Sverrisson ÍBR
2019  Guðmundur L. Gunnarsson  UMFF
2017  Vigdís Diljá Óskarsdóttir  UÍA
2015  Kristín Gunnarsdóttir  UMSB
2013  Valdimar Leó Friðriksson  UMSK
2011  Stefán Bogi Sveinsson  UÍA
2009  Valdemar Einarsson  USÚ
2007  Garðar Svansson  HSH
2005  Haraldur Þ. Jóhannsson  UMSS
2003  Sigurbjörn Gunnarsson  Keflavík
2001  Einar K. Jónsson  V
1999  Kári Gunnlaugsson  Keflavík
1997  Ingibjörg B. Jóhannsdóttir  UMSK
1995  Sigurlaug Þ. Hermannsdóttir  USAH
1993  Kjartan Lárusson  HSK
1991  Jón Ólafsson  HSS
1989  Einar Ole Pedersen  UMSB
1987  Valgerður Auðunsdóttir  HSK
1985  Skúli Oddsson  USVS
1983  Jón Guðjónsson  UMSB
1981  Sigurður Geirdal  UMSK
1979  Ófeigur Gestsson  UMSB
Umhverfisverðlaun

Hér er að sjá þau samtök og verkefni sem hlotið hafa Umhverfisverðlaun UMFÍ.

ÁRTAL NAFN
2016  Guðni Guðmundsson á Þverlæk
2005  Blái herinn
2002  Ferðamálasamtök Vestfjarða
2001  Hvanneyrarstaður
2000  Laugarnesskóli
1999  Austur-Hérað
1998  Sorpa
1996  Hótel Geysir

Heimild til upplýsingaöflunar úr sakaskrá ríkisins

Heimild UMFÍ til upplýsingaöflunar úr sakaskrá ríkisins

Samkvæmt Íþróttalögum og Æskulýðslögum er óheimilt að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna ofbeldis og ávana- og fíkniefna, á síðastliðnum fimm árum, til starfa með börnum og ungmennum. 

Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög þeirra eru hvött til þess að óska eftir samþykki starfsmanna um heimild til að leita eftir upplýsingum hjá Sakaskrá ríkisins. 

Útfyllt eyðublað sendist til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is. UMFÍ sendir skjalið til Sakaskrá, félaginu að kostnaðarlausu.  

Smelltu hér til þess að opna útfyllanlegt pdf. form. 

The form in English.