Atvik í Reykjaskóla
Í síðustu viku kom upp atvik í kennslustund í Skólabúðunum í Reykjaskóla þar sem nemendur í 7. bekk dvöldu. UMFÍ vinnur málið eftir samræmdum verkferlum samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
UMFÍ hefur tekið við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Í búðunum fá nemendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika og veikleika til þess að bæta félagsfærni sína.
Búðirnar eru fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Nemendur eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf.
Vegna fyrirspurna um bókanir en bent á að hafa samband við Sigurð Guðmundsson forstöðumann. Netfang siggi@umfi.is. Sími 861 3379. Verð fyrir dvöl í búðunum er kr. 30.000.- á nemanda árið 2022 - 2023.