UMFÍ hefur tekið við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Skólabúðirnar hafa verið starfræktar um árabil og koma um 3.200 nemendur úr 7. bekk grunnskóla víða af landinu á hverju ári. UMFÍ hefur í að verða 20 ár starfrækt Ungmennabúðir fyrir nemendur 9. bekkjar sem nú eru staðsettar á Laugarvatni.

Meginmarkmið skólabúðanna er:

  • að vera leiðandi í forvörnum, þar sem lögð er áhersla á almenna þátttöku og bætta lýðheilsu.
  • að auðvelda aðgengi og auka framboð á fræðslu, óformlegu námi og félagsstarfi með þarfir einstaklinga í huga.
  • að skapa vettvang til áhrifa.
  • að styrkja og efla leiðtogahæfileika og sjálfsmynd einstaklinga.

SKólahópar eiga möguleika á að dvelja í búðunum frá mánudegi til föstudags. Verð fyrir dvölina er 30.000kr. á nemanda veturinn 2022 - 2023.

Fyrir fyrirspurnir og bókanir vinsamlegast hafið samband við Sigurð Guðmundsson forstöðumann. Sími 861 3379. Netfang siggi@umfi.is.