Starfsemi Ungmennabúða UMFÍ stöðvast tímabundið
Rakaskemmdir og jákvæðar niðurstöður varðandi myglu hafa greinst í húsnæði Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni og hefur verið ákveðið að stöðva þar alla starfsemi á meðan unnið verður að úrbótum. Ekki liggur ljóst fyrir hversu langan tíma starfsemin mun liggja niðri.