Mikil ánægja með Skólabúðirnar á Reykjum
„Fólk er afar ánægt með Skólabúðirnar og ég heyri ekkert nema jákvætt um þær í sveitarfélaginu,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hún fundaði með fulltrúum UMFÍ um Skólabúðirnar í síðustu viku. Á sama tíma voru nemendur frá Álftanesi í búðunum sem skemmtu sér vel.