HVAÐ

Ungmennabúðir UMFÍ eru staðsettar í gömlu íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. Markmið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.

FYRIR HVERJA?

Búðirnar eru fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla. Nemendur eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf.

BÓKANIR

Vegna fyrirspurna um bókanir en bent á að hafa samband við Sigurð Guðmundsson forstöðumann. Netfang siggi@umfi.is. Sími 861 3379. Verð fyrir dvöl í búðunum er kr. 35.000.- á nemanda árið 2022 - 2023. Innifalið er dagskrá, gisting, matur og bolur.