Fararstjórar
Fararstjóri er sá sem ber ábyrgð á því að vera í samskiptum við forstöðumann búðanna við undirbúning og á meðan dvöl stendur. Æskilegt er að fararstjóri hafi samband við forstöðumann með lágmark þriggja vikna fyrirvara og staðfesti fjölda nemenda. Í framhaldinu sendir forstöðumaður herbergjaskipan til viðkomandi.
Aðalfararstjóri ber ábyrgð á því að undirbúa fararstjórateymið sem kemur í Ungmennabúðirnar. Æskilegt er að fararstjórar séu þeir sömu alla vikuna.
Fararstjórar eru hvattir til þess að kynna sér handbók fararstjóra fyrir komuna. Í handbókinni er að finna hagnýtar upplýsingar um dvölina og ástæður fyrir ýmsum reglum og verkefnum. Einnig leynast þar svör við ýmsum spurningum sem geta brunnið á fararstjórum.
Aðstaða fararstjóra
Fararstjórahópurinn hefur sex herbergi til umráða, eitt eins manna og fimm tveggja manna herbergi. Fararstjórar þurfa að skipta á milli sín herbergjum og raða sér niður á þau á mánudegi. Fararstjórar gista á þessum herbergjum þegar þeir eru ekki á næturvakt og geta nýtt þau í frítíma sínum. Setustofa fyrir fararstjóra er á skrifstofugangi. Þar er kaffi, hraðsuðuketill og ýmislegt lestrarefni. Nemendum er óheimilt að vera í setustofunni. Fínt 4G net er á Laugarvatni.
Gátlisti fararstjóra
- Sængurver, koddaver, lak, baðhandklæði og lítið handklæði. (Sængur eru á herbergjum).
- Sundföt og íþróttaföt.
- Útiföt og gönguskór.
- Inniskór.
Fararstjórar þurfa að ganga frá herbergjum sínum fyrir kl. 9:30 brottfarardag vegna þrifa.
Á fundi með fararsjórum á mánudegi er farið yfir nemenda hópinn. Mikilvægt er að fararstjórar viti af ef nemendur eru með mataróþol, ofnæmi eða eru grænmetisætur. Athygli er vakin á því að ekki er boðið sérstaklega upp á vegan matseðil.