Helgarhópar

Hægt er að leigja út aðstöðuna í Ungmennabúðum UMFÍ á þeim tíma þegar engir nemendur er í búðunum. Möguleiki er á að stoppa stutt við, nýta útisvæðið og fara í sund. Einnig er möguleiki að kaupa mat og gistingu. Við sérsníðum dagskrá og aðstöðu að hverjum hóp fyrir sig. Áhugasamir geta haft samband við Sigurð forstöðumann um hvaða möguleikar eru í boði og hvort að laust sé fyrir hóp. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið siggi@umfi.is 

 

Gisting

Í Ungmennabúðum UMFÍ er pláss fyrir um 75 - 80 manns í einu. Í hverju herbergi eru 4 x 90 cm kojur. Gestir þurfa að koma með sængurver og lak. Hægt er að leigja það sérstaklega gegn gjaldi. Inn á hverju herbergi er vaskur. Salerni og sturtur eru á baðherbergjum á hverri hæð. Með gistingu fylgir aðgengi að sölum, afþreyingarherbergjum og eldhúsi. 

 

Salarleiga án gistingar

Salur á eftir hæð/matsalur  40.000kr. 

Leiga á eldhúsi 20.000kr. 

Þrifgjald (ef ekki er þrifið nægilega vel við brottför) 25.000kr. 

 

Matur

Vinsamlegast hafið samband við Sigurð forstöðumann til þess að ræða fyrirkomulag um keyptar máltíðir.