Nemendur

Lífið í Ungmennabúðum UMFÍ snýst um samskipti og samveru. Svo allt gangi vel fyrir sig er mikilvægt að við skemmtum okkur vel í sátt og samlyndi með öðrum.

Hér er að sjá nokkur viðmið og tilmæli sem gott er að fylgja svo allt gangi vel fyrir sig og allir hafi gagn og gaman af því að dvelja í búðunum.

 • Svæði Ungmennabúðanna er stórt. Vinsamlegast ekki yfirgefa svæðið án leyfis. Svæðið er nánar útskýrt við komuna í búðirnar.
 • Komum fram af kurteisi og virðingu við alla.
 • Tökum virkan þátt í öllum viðburðum og námskeiðum.
 • Hjálpumst að við að ganga frá og skilja vel við herbergi og önnur rými.
 • Meðferð og notkun á vímuefnum, þ.m.t. rafsígarettum og nikótínpúðum er ekki heimil.
 • Skiljum símann eftir heima.
 • Munum að klæða okkur vel eftir veðri.
 • Verum dugleg að hrósa og brosa!
 • Fyrst af öllu - höfum gaman!
 • Leggjum okku fram við að kynnast nýjum vinum. 
 • Leggjum okkur fram við að kynnast skemmtilegum kennurum.
 • Njótum þess að vera í öðru umhverfi.
 • Leggjum okkur fram við að kynnast okkur sjálfum betur. 
 • Nammi, tyggjó eða önnur matvara á ekki að taka með.
 • Göngum vel um dótið okkar og húsið.
 • Verum dugleg að hrósa og brosa!
 • Ef senda þarf nemenda heim vegna brota þá þarf foreldri að sækja viðkomandi.

 

Hvað er nú best að taka með sér?

Gott er að hafa í huga að koma klædd eftir veðri og koma með föt sem mega verða skítug og gott er að hreyfa sig í. Dagskráin felur í sér ýmis verkefni og leiki, bæði inni og úti. Við hvetjum til þess að merkja vel allar eigur því þannig komast þær miklu frekar til skila ef þær fara á flakk!

 • Koddaver, sængurver og lak á 90 cm rúm.
 • Hlý föt til útivistar, s.s. lopapeysa/flíspeysa, vatnsheldur jakki og buxur, húfa og vettlingar (það er miklu skemmtilegra að vera vel klædd/ur ef kalt er úti).
 • Góðir skór til göngu og útivistar, mega vera íþróttaskór eða gönguskór.
 • Lítill bakpoki/göngupoki.
 • Inniskór eru mjög sniðugir.
 • Vatnsbrúsi.
 • Þægileg föt, sokkar og nærbuxur til skiptanna.
 • Klukku til þess að hafa inni á herberginu – ekki hægt að teysta á símann…
 • Náttföt og eyrnatappar (fyrir þá sem þurfa).
 • Sundföt og handklæði (sundgleraugu eru sniðug líka)
 • Sjampó, hárnæring, sápa og aðrar vörur tengdar hreinlæti (fyrir þá sem vilja).
 • Tannbursti og tannkrem.
 • Vaðskór/strigaskór/inniskór með hælbandi til að nota í vatninu (valfrjálst).
 • Tíðarvörur.
 • Bók til að glugga í á kvöldin fyrir svefninn (valfrjálst).
 • Einnota myndavél (valfrjálst).
 • Pokar undir óhrein föt og skó.
 • Nauðsynleg lyf merkt í poka/boxi. Kennara sjá um og gæta lyfja.
 • Vasaljós.
 • Góðar hugmyndir til að skeyta herbergi fyrir herbergjakeppnina.

Skiljum símann eftir heima

Í Ungmennabúðum UMFÍ er ekki leyfilegt að vera með síma eða önnur raftæki. Lífið í búðunum snýst um samskipti og samveru. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta getur verið krefjandi verkefni fyrir marga – en reynslan sýnir að það svo sannarlega margborgar sig og nemendur njóta sín mun betur. Við endurtökum að símar eru ekki heldur leyfðir ofan í töskum, þó slökkt sé á þeim og búið sé að taka símkort úr þeim.

Dæmi um raftæki sem eru leyfð til notkunar í frjálsum tíma

 • Sléttujárn og hárblásarar
 • Vasaljós
 • Myndbandsupptökuvélar
 • Myndavélar (ekki þó síma og snjall tæki og sambærileg tæki sem eru líka myndavélar)
 • Rafmagns tannbursti
 • Rakvélar
 • Fjöltengi
 • Litlir hátalarar ef spilað er fyrir herbergisfélaga í frjálsum tíma.

Gleymdist eitthvað á Laugarvatni? 

Vegna fyrirspurna um óskilamuni er heppilegast að senda tölvupóst á netfangið ungmennabudir@umfi.is og/eða siggi@umfi.is.