27. maí 2021

Ása endurkjörin formaður HSV

Ása Þorleifsdóttir var endurkjörin formaður Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) á ársþingi sambandsins 19. maí síðastliðinn. Hún hefur gegnt embætti formann HSV síðastliðin þrjú ár.

Á þinginu komu ný inn í stjórnina þau Anton Helgi Guðjónsson og Dagný Finnbjörnsdóttir í stað þeirra Hildar Elísabetar Pétursdóttur og Heimi Hansson sem hafa setið nokkur ár í stjórn HSV.

Um 50 gestir sátu þingið, þar á meðal Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

Fram kemur á vefsíðu HSV að fyrir þinginu lá tillaga stjórnar varðandi innheimtu húsaleigu fyrir þær leiguíbúðir sem íþróttafélög innan vébanda HSV hafa haft aðgang. HSV hefur séð um innheimtuna. Samþykkt var að HSV muni ekki lengur sjá um það heldur munu Fasteignir Ísafjarðarbæjar gera það. HSV mun framvegis einungis halda utan um þær íbúðir sem styrktar eru af Ísafjarðarbæ. Stjórn HSV og framkvæmdastjóri útfærir samþykktina frekar.

Á þinginu voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir störf sín fyrir HSV með gull- og silfurmerkjum. Gullmerki hlutu þau Birna Lárusdóttir og Þorsteinn Magnfreðsson. Birna hefur starfað ötullega að körfuboltamálum á Ísafirði en Þorsteinn unnið mikið fyrir Hestamannafélagið Hendingu.

Silfurmerki HSV hlutu þau Sigríður L. Sigurðardóttir, Jónas Björnsson, Össur Össurarson og Karl Geirmundsson.

 

Lesa má meira um þing HSV og þá sjálfboðaliða sem voru heiðraðir fyrir störf sína á hsv.is.