10. júlí 2018

Birgitta ætlar í golf og strandblak á Landsmótinu með manni sínum og vinkonu

„Ég er forfallinn golfari og stefni á að lækka forgjöfina. Mér lýst mjög vel á Landsmótið.“ segir Birgitta Guðjónsdóttir, íþróttakennari við Lundaskóla á Akureyri. Hún bíður spennt eftir Landsmótinu á Sauðárkróki um næstu helgi enda búin að skrá sig til þátttöku í bæði golfi og strandblaki. 

Birgitta Guðjónsdóttir er svo að segja nýskriðin yfir fimmtugt og hefur tvívegis tekið þátt í Landsmóti UMFÍ 50+, síðast í Hveragerði í fyrra. Þar keppti hún líka í golfi og strandblaki.

Birgitta fer á Landsmótið á Sauðárkróki með manni sínum sem líka hefur skráð sig í golf. Hún ætlar sömuleiðis að keppa í strandblaki með vinkonu sinni eins og í fyrra.

Birgitta þekkir vel til Landsmótanna en hún keppt á þeim mörgum á árum áður bæði í frjálsum fyrir HSK en fyrir UMSE og UFA eftir að þau hjónin fluttu norður.

 

Íþróttaveislan á Sauðárkróki

Landsmótið nú er með breyttu og nýju sniði og opið öllum 18 ára og eldri sem hafa áhuga á að taka þátt í íþróttum og hreyfingu. Fyrirkomulag mótsins er nýtt. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að kynnast nýjum íþróttagreinum, fá kennslu í þeim og taka fyrstu skrefin í nýrri hreyfingu. Þú setur saman þitt eigið Landsmót.

Landsmótið er sannkölluð íþróttaveisla sem fram fer á Sauðárkróki 12. - 15. júlí 2018. Á mótinu er hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Þátttökugjald er 4.900 krónur. Fjöldi greina er í boði sem aldrei hafa áður sést á Íslandi.

Það verður nóg að gera í allskonar íþróttum á daginn. Auðunn Blöndal og Steindi jr. stýra götupartíi og tónlistarveislu föstudagskvöldið 13. júlí. Sverrir Bergmann treður þar líka upp með hljómsveitinni Albratross sem hefur svo sannarlega slegið í gegn.

Kvöldið eftir er hlaðborð og skemmtikvöld með konungi skagfirsku sveiflunnar, honum Geirmundi Valtýssyni. Á eftir stígur Páll Óskar á svið og stýrir Pallaballa eins og honum einum er lagið.

 

Komdu og kynntu þér alla gleðina sem er í boði á www.landsmotid.is