04. ágúst 2018

Breytingar á viðburðum: Bogfimi færð út í sólina

Vegna mikilla skráninga í keppni í bogfimi hefur verið ákveðið að færa greinina. Keppni í bogfimi á samkvæmt dagskrá að vera í Reiðhöllinni. En þar sem veðrið er gott og sú gula lét sjá sig á sama tíma og margir eru skráðir í greinina er keppnin flutt á grasflötina við Svarta sauðinn (sem er nr. 6 á korti mótsins).

Viðburður fellur niður:

Viðburðurinn Teymt undir börnum sem var á dagskránni klukkan 16:00 í dag fellur niður.