15. mars 2019

Davíð hlaut starfsmerki UMFÍ

Davíð Sveinsson var heiðraður með starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem fram fór á fimmtudag.

Jóhann Steinar Ingimundarson, stjórnarmaður UMFÍ, sat þingið og afhenti Davíð starfsmerkið.

Davíð Sveinsson hefur verið gríðalega ötull stjórnarmaður fyrir Snæfell í gegnum tíðina.

Davíð  var formaður Snæfells árin 1989-1990 og hefur auk þess setið í stjórnum flestra deilda Snæfells síðastliðin 40 ár. Hann er enn gjaldkeri körfuknattleiksdeildar félagsins. 

Davíð keppti lengi í körfubolta og fótbolta fyrir Snæfell hann hefur einnig lagt sitt af mörkum í þjálfun og dómgæslu fyrir Snæfell.