04. september 2020

Eins metra regla í stað tveggja metra

Sóttvarnaráðstafanir verða rýmkaðar frá og með mánudeginum 7. september næstkomandi. Þá mega 200 manns koma sam­an en áður máttu 100 manns koma sam­an. Eins verður tek­in upp eins metra regla í stað tveggja metra regl­unn­ar.

Hingað til hefur eins metra nálægðarregla gilt í framhalds- og háskólum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sem Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sendi Svandísi á miðvikudag.

Rifjað er upp í umfjöllun um málið á RÚV að hámarksfjöldi breyttist á sund- og baðstöðum úr því að vera helmingur af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Íþróttir, sviðslistir og önnur menningarstarfsemi getur farið fram þrátt fyrir eins metra regluna því þar verða snertingar heimilaðar. Engin breyting verður gerð á opnunartímum vínveitingastaða, þeir mega áfram vera opnir til klukkan 23:00. 

Auglýsing um rýmkun samkomubanns

Reglugerð heilbrigðisráðherra

Minnisblað sóttvarnalæknis