05. ágúst 2017

Elva Dögg í fyrsta sæti í skotfimi

Elva Dögg Ingvarsdóttir bar sigur úr býtum í keppni í skotfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum í gær. Elva Dögg er 15 ára og næstyngsti keppandinn í skotfimi af þeim sex sem þátt tóku í greininni. Elva Dögg er lengst til vinstri á myndinni.

Í skotfimi var skotið af 50 metra færi á skotsvæði Skaust að Þuríðarstöðum.

Úrslit úr keppnisgreinum á sjá á upplýsingasíðu Unglingalandsmóts UMFÍ.

Upplýsingasíðan

Hér má sjá myndir sem teknar voru frá keppni í skotfimi í gær.