09. apríl 2019

Ertu búin/n að sækja um styrk í Umhverfissjóð UMFÍ?

UMFÍ minnir á að frestur til að sækja um í Umhverfissjóð UMFÍ rennur út 15. apríl næstkomandi. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag innan UMFÍ og verkefni sé umhverfisverkefni. Tilkynnt verður um úthlutanir úr sjóðnum 15. maí. 

Sjóðurinn styrkir umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar.

Tilkynnt er um styrkveitingar fyrir 15. maí sama ár. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og verkefnið sé umhverfisverkefni. 

Á meðal verkefna sem úthlutað er til úr Umhverfissjóðnum eru tengd gróðursetningu og skjólbeltum við íþróttavelli.

Við úthlutun úr sjóðnum er horft til verkefna sem tengjast yngra fólki og verkefna sem stuðla að auknum tengslum við náttúru landsins.

 

Minningarsjóður Pálma Gíslasonar

Umhverfissjóður UMFÍ er minningarsjóður Pálma Gíslasonar, formanns UMFÍ á árunum 1973-1993. Pálmi lést af slysförum í júlí árið 2001, þá nýorðinn 63 ára.

Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma ásamt ungmennafélagshreyfingunni og öðrum velunnurum.

Fyrstu styrkirnir úr sjóðnum voru veittir við hátíðlega athöfn í júlí árið 2008 og voru þeir afhentir í Heydölum í Mjóafirði en staðurinn er í eigu fjölskyldu Pálma. 

 

Meira um Umhverfissjóð UMFÍ

Umsókn um styrk

Meira um sjóði UMFÍ