02. október 2018

Forsetinn og borgarstjóri ræddu um rafrettur og skaða lyfseðilsskyldra lyfja

Daglegar rafrettureykingar nemenda í 8. - 10. bekk grunnskólum á Íslandi hafa aukist um 200% á síðastliðnum tveimur árum og hafa nú þrefalt fleiri nemendur í þessum bekkjum notað rafrettur daglega. Nemendur í bekkjunum eru frá 13 til 16 ára.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjustu gögnum Rannsóknar og greiningar sem kynnt var á blaðamannafundi Forvarnardagsins í gær.

Í gögnunum kemur fram að árið 2015 hafi 12% nemenda í bekkjunum notað rafrettur en 29,7% á þessu ári. Þá hafi 5,9% notað rafrettur á síðustu 30 dögum árið 2016 en 14,2% nú. Aðeins 1,8% nemenda í 8. – 10. bekk notuðu rafrettur daglega árið 2016 en 6% nú.

Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti í því sem næst öllum grunnskólum landsins og er honum beint sérstaklega að unglingum í 9. bekk. Fjölmargir framhaldsskólar taka þátt í verkefninu.

Notkun á rafrettum hefur aukist um mjög færst í vöxt meðal íslenskra unglinga síðustu árin. Umræðunni um rafrettur ætti að skipta í tvennt, annarsvegar sem verkfæri til að hætta að reykja sem er jákvætt og hinsvegar sú staðreynd að ungt fólk notar rafrettur í síauknum mæli. Þessi aukna neysla veldur áhyggjum þar sem ekki er vitað um áhrif þess á heilsu til lengri tíma og hvort það muni leiða til hefðbundinnar tóbaksneyslu. Rannsóknir hafa sýnt að neysla nikótíns á unglingsárum þegar heilinn er að þroskast hefur neikvæð áhrif á vitsmunagetu, hæfni til náms og þroska. Þegar rafrettur komu fyrst á markað þóttu þær jákvæður valkostur fyrir þá sem vildu venja sig af sígarettureykingum og áttu að vera skárri en hefðbundnar tóbaksreykingar. Þó að eitthvað kunni að vera rétt í því er þó staðreynd að það er miklu hollara að halda sig alveg frá reykingum, hvort sem það tengist rafrettum eða öðrum rettum. Rannsóknir sýna að þeir sem nota rafrettur eru mun líklegri en aðrir til að byrja að nota venjulegar og hættulegri sígarettur.

Blaðamannafundur var haldinn í Réttarholtsskóla í Reykjavík í gær um Forvarnardaginn sem verður á morgun, 3. október. Þar var rætt um rafrettunotkun ungmenna og aukna notkun á lyfsseðilsskyldum lyfjum en notkun þeirra hefur aukist mikið upp á síðkastið.

Á blaðamannafundinum voru meðal annars Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Alma D. Möller landlæknir.

Dagur sagði Íslendinga fyrirmynd í forvarnarmálum. Hann fái í hverri viku fyrirspurnir erlendis frá um stöðuna og árangurinn í forvörnum á Íslandi.

Hann sagði á blaðamannafundinum mikilvægt að byggja allt sem gert sé í forvörnum á þekkingu. Mikilvægt sé að viðurkenna vandann, skilja hann og bregðast við.

„Þetta er samfélagslegt verkefni sagði hann.

Forseti Íslands sagði marga látast af völdum eiturlyfjanotkunar á hverju ári. Huga þurfi að forvörnum en gæta verði að því að fræða fremur en að hræða og beina sjónum að skaðseminni sem fiktið geti leitt af sér. Þá verði í beina sjónum að því sem vel er gert.

 

Myndir frá blaðamannafundinum