08. maí 2018

Frábært nýtt tölublað Skinfaxa komið út

Hvað er þetta Landsmót? Eru íþróttafélögin tilbúin fyrir nýju persónuverndarlögin? Gera lukkudýrin gagn?

Þessu er svarað í nýjasta tölublaði Skinfaxa sem var að koma út. Þetta er líka fyrsta tölublað ársins.

Eins og alltaf er blaðið stútfullt af skemmtilegu og fræðandi efni sem gagnast ungmennafélögum.

Skinfaxi er málgagn UMFÍ sem kemur út fjórum sinnum ári. Blaðið hefur komið óslitið út frá árinu 1909. Efnistökin eru fjölbreytt og áhugaverð, stútfull af efni úr hreyfingunni.

Ef þú hefur áhuga á að gerast áskrifandi þá geturðu haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ eða sent ósk um áskrift á netfangið umfi@umfi.is. 

 

Á meðal efnis í blaðinu: 

 • Eru íþróttafélögin tilbúin fyrir nýju persónuverndarlögin? Þorsteinn Júlíus Árnason telur svo ekki vera.
 • Gissur hjá Umf Selfoss ræðir um 3,5 milljóna króna styrk sem félagið fékk til að auka þekkinguna innan félagsins með samstarfi við DGI Østjylland, héraðssamband systursamtaka UMFÍ í Danmörku.
 • Blakið er á fleygiferð á Húsavík.
 • Bjartur er að skrifa sögu Einherja á Vopnafirði. Hann brýnir fyrir ungmennafélögum að passa upp á söguna.
 • Árdís Lilja ræðir við systur sína Elísabetu Ásdísi um það hvernig er að vera sjálfboðaliði hjá UMFÍ.
 • Niðurstöður könnunar sem gerð var í tengslum við #MeToo-byltinguna.
 • Anna Soffía segir starf og skyldur þjálfara þurfa að vera skýrari.
 • Fjölnir styttir boðleiðir og eykur þjónustu við deildir félagsins.
 • Iða Marsibil hjá Héraðssambandinu Hrafna-Flóka segir það betra fyrir alla ef sveitarfélög taki á sig launakostnað íþrótta- og tómstundafulltrúa af héraðssamböndum.
 • Davíð Svansson og Þrándur Gíslason Roth telja skýru verklagi ábótavant hjá íþróttafélögum.
 • Gera lukkudýrin gagn? Jóhann Waage svarar því. Hann er höfundur nær allra lukkudýra landsins.
 • Kolbrún Lára Kjartansdóttir lærði að tjá skoðanir sínar í Ungmennaráði UMFÍ.
 • Ýmislegt um Landsmótið!
 • Hafrún segir margt hafa komið í ljós í rannsókn sinni á jafnrétti í íþróttum.
 • Aldrei fleiri hafa komið í Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal.
 • Hvernig á að byggja íþróttahús?
 • Þegar kreppan skall á var leitað til leikdeildar Ungmennafélags Biskupstungna til að fá fólk til að brosa aftur.
 • Bjarney brýtur upp vinnudaginn með hreyfingu. Hún hefur staðið fyrir mörgum viðburðum í Hreyfiviku UMFÍ í gegnum árin.
 • Tvö hestamannafélög í Borgarfirði sameinast.
 • Karlmennskan í Skinfaxa.
 • Sema Erla spjallar um viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins.
 • Myndir frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

 

Mikill fjöldi tölublaða Skinfaxa síðustu árin er til á rafrænu formi. Þú getur smellt á tölublaöðin Hægt er að fletta síðustu tölublöðum Skinfaxa með því að smella á blöðin hér að neðan. 

 

Nýjasta tölublaðið:

Skinfaxi 1. tbl. 2018

Eldri tölublöð