22. júlí 2020

Frábært tækifæri í Ungmennabúðum UMFÍ!

UMFÍ leitar að frístundaleiðbeinanda í 100% starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með 14-15 ára ungmennum í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni.

Fjölbreytt starf!

Starfið felur í sér að leiðbeina ungmennum á námskeiðum, hafa umsjón með dagskrá, samskiptum við skólastjórnendur og aðra sem eru með nemendahópum í búðunum.

Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð, reynslu af starfi með ungmennum, reyklaus og fyrirmynd ungmenna.

Fyrirspurnir um starfið og umsóknir skal senda á umfi@umfi.is.

Þú getur lesið allt um Ungmennabúðir UMFÍ á vefsíðunni ungmennabudir.is