26. júlí 2021

Frestur til 5. ágúst að sækja um sem forstöðumaður Ungmennnabúða

Umsóknarfrestur um starf forstöðumanns Ungmennabúða UMFÍ hefur verið framlengdur fram yfir verslunarmannahelgina eða til 5. ágúst næstkomandi. 

Þetta er starfið í hnotskurn: 

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Stjórnun og ábyrgð á ungmennabúðum UMFÍ
 • Daglegur rekstur
 • Að stýra faglegu starfi og leiða starfsmannahóp
 • Stefnumörkun, áætlanagerð og upplýsingagjöf fyrir starfsemina í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórn UMFÍ
 • Ráðningar starfsfólks í samráði við framkvæmdastjóra UMFÍ

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. kennaramenntun, félags- og tómstundafræði eða uppeldisfræði
 • Starfsreynsla sem nýtist í starfinu
 • Leiðtogafærni, frumkvæði og drifkraftur
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
 • Uppfylla kröfur skv. íþrótta- og æskulýðslögum varðandi sakavottorð

 

Ungmennabúðir UMFÍ í hnotskurn

Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni eru fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla. Nemendurnir eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. 

Markmiðið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.  

Ungmennabúðir UMFÍ hófu starfsemi sína í janúar árið 2005 að Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. Árlega koma rúmlega 2.200 ungmenni í búðirnar. Nánast er fullbókað í búðirnar fram að áramótum. 

Aðsókn í Ungmennabúðir UMFÍ hefur aukist mikið síðustu ár enda vinsælt að komast í heilbrigða hvíld þar sem m.a. farsímar og tölvur trufla ekki nemendur.

 

Hagvangur heldur utan um ráðningarferlið og eru allar ítarlegri upplýsingar á www.hagvangur.is