17. júlí 2020

Fyrrverandi formaður Þróttar Vogum látinn

Baldvin Hróar Jónsson, fyrrverandi formaður ungmennafélagsins Þróttar Vogum, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 9. júlí síðastliðinn fertugur að aldri. Hann var jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju í dag, föstudaginn 17. júlí.

Hróar var góður ungmennafélagi. Hann tók virkan þátt í störfum hreyfingarinnar og lagði lóð sitt á vogarskálarnar til að gera gott starf enn betra.

 

Hann gekk hér um að góðra drengja sið,

gladdi mædda, veitti þreyttum lið.

Þeir fundu best sem voru á vegi hans

vinarþel hins drenglundaða manns.

 

(Guðrún Jóhannsdóttir)

 

Með innilegum samúðarkveðjum til konu, barna og annarra aðstandenda Hróars,

 

Fyrir hönd Ungmennafélags Íslands,

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ