07. maí 2019

Fyrsta tölublað Skinfaxa 2019 komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Þetta er fyrsta tölublað ársins. Blaðið er eins og alltaf stútfullt að viðtölum og fróðlegum greinum um ýmislegt sem tengist ungmennafélagshreyfingunni. 

Á meðal efnis í blaðinu:

 • Kristján bogfimiþjálfari á Ísafirði segir frá því hvernig bogfimin óx fyrir vestan.
 • Ólafur í Rafíþróttasamtökum Íslands: „Við eigum ekki að vera hrædd við tæknina“.
 • Benjamín Freyr segir gaman þegar fólk heldur áfram að stunda íþróttir.
 • Íþróttaandinn í nýjum Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ á Laugarvatni.
 • Soffía Ámundadóttir vill að íþróttahreyfingin nái betur til jaðarhópa.
 • Anna Karólína ræðir um Heimsleikana. 
 • Jónas Sigursteinsson íþróttakennari segir frá „unified“-íþróttum í Bolungarvík.
 • Hvað eiga félög að gera þega krísa kemur upp?
 • Veðmál íþróttafólks.
 • Fanney Karlsdóttir ræðir um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
 • Marteinn hjá Þrótti í Vogum segir heimasíðuna andlit ungmennafélagsins. 
 • Landsmót UMFÍ 50+
 • Olga Bjarnadóttir í Gerplu: „Iðkendur eru eins og hluti af fjölskyldunni“.

Skinfaxi er málgagn UMFÍ sem kemur út fjórum sinnum ári. Blaðið hefur komið óslitið út frá árinu 1909. 

Áskrifendur og sambandsaðilar UMFÍ eru að fá blaðið í hendur um þessar mundir. Einnig er hægt að nálgast eintak í íþróttamiðstöðvum, á sundstöðum, bensínstöðum og hjá sambandsaðilum um allt land.

 

Nýjasta tölublað Skinfaxa er hægt að lesa í heild sinni hér: Skinfaxi 1. tbl. 2018

Eldri tölublöð Skinfaxa