29. júní 2021

Guðrún hjá USVH: 90 ára afmælið tókst gríðarlega vel

„Stórafmælið okkar heppnaðist alveg glimrandi vel og miklu fleiri komu en við bjuggumst við eða eitthvað um 100 manns,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir, formaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH). Sambandið var stofnað 28. júní árið 1931 og fagnaði því 90 ára afmæli í gær í 18 stiga hita á Hvammstanga í gær.

Efnt var til heljarinnar afmælisfjörs í Hvammi síðdegis í gær. Guðrún Helga hélt þar ávarp í tilefni dagsins og setti afmælishátíðina. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, tók svo við keflinu og færði USVH gjafabréf upp á hálfa milljón króna til áhaldakaupa.

Guðrún Helga segir gjöfina vel þegna og hafa komið mikið á óvart.

„Við erum afskaplega ánægð með gjöfinan. Hún er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnum og við eigum alveg eftir að sjá hvernig við skiptum henni,“ segir hún.

Að ræðuhöldum loknum stóð stangastökkvarinn Þórey Edda Elísdóttir fyrir frjálsíþróttamóti. Mótið reyndist vinsælla en búist var við og hafði hún nóg að gera.

Að leikum loknum bað boðið í pylsupartí og fleiri leiki.

Guðrún Helga segir fólk hafa verið komið í góðan gír og unað sér vel í leikjum. Hún hafi farið um klukkan 20 en vita um margar fjölskyldur sem spiluðu fótbolta langt fram á kvöld.

 

Nokkrar myndir frá afmælisveislunni