12. júlí 2018

Hægt að skrá sig í götuhjólreiðar þar til seint á föstudagskvöld

Vakin er athygli á því að opið er fyrir skráningu í götuhjólreiðar á Landsmótinu til klukkan 19:00 á föstudagskvöld. Þeir sem ná því ekki geta haft samband við Maríu Sæmundsdóttur, sérgreinarstjóra í götuhjólreiðum, í síma 864-9640.

Við afhendingu keppnisgagna í götuhjólreiðum í Árskóla á föstudag á milli klukkan 17:00-19:00 veitir María allar frekari upplýsingar um mótið.

Ræsing er klukkan 7:30 á laugardagsmorgun.


Ítarlegar upplýsingar um götuhjólreiðar á Landsmótinu er að finna á www.landsmotid.is undir liðnum keppnisgreinar.