24. mars 2021

Hámundur Örn er nýr framkvæmdastjóri UMFN

„Það eru mörg tækifæri í starfi félagsins. Bæjarfélagið er að stækka mikið og iðkendum að fjölga gríðarlega. Ég mun setja handbragð mitt á það og tek að mér að hjálpa til við að stækka félagið,“ segir Hámundur Örn Helgason, sem greint var frá í dag að er nýr framkvæmdastjóri Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN). Hann tekur við starfinu 30. apríl næstkomandi af Jenný Lárusdóttur sem hefur gegnt starfinu síðastliðin sex ár en hættir nú sökum aldurs.

Hámundur er innfæddur Njarðvíkur og búsettur þar. Hann hóf störf hjá UMFN fyrir ári sem íþróttastjóri og þekkir vel til starfsins.

„Ég byrjaði hjá knattspyrnudeildinni en hef fengið að kynnast starfi félagsins hjá öllum deildum og hef fundið fyrir þeirri miklu fjölgun iðkenda sem hafa átt sér stað hjá UMFN samhliða búferlaflutningum nýrra fjölskyldna í bæinn,“ segir hann.

Hámundur segir COVID-19 og þær takmarkanir sem sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti í kvöld setja íþróttafélögum ýmsar skorður.

„Þetta er krefjandi og ekki skemmtilegur tími. En svona er þetta. Við verðum að takast á við faraldurinn,“ segir hann.