03. maí 2022

Hestamannafélagið Hörður hlaut Hvatningaverðlaun UMSK

Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hlaut Hvatningaverðlaun Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) á þingi þess í síðustu viku. Hestamannafélagið hefur lengi haldið námskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun eða eru með skerta getu og hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.  

Stjórn UMSK situr óbreytt áfram. Guðmundur G. Sigurbergsson, formaður UMSK, var kjörinn til tveggja ára á þingi UMSK í fyrra og verður ekki formannskosning fyrr en á næsta ári.  

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, sótti þingið og flutti ávarp þar sem hann m.a. kynnti viðburði UMFÍ í sumar: Landsmót UMFÍ 50+, Unglingalandsmót UMFÍ og viðburðina fjóra sem mynda Íþróttaveislu UMFÍ og eru haldnir á sambandssvæði UMSK á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru Boðhlaup BYKO, Drulluhlaup Krónunnar, Hundahlaup og Forsetahlaup sem verður við Bessastaði í september. Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK, fjallaði ítarlegar um viðburðina síðasttöldu og sýndi auglýsingar þeim tengdum sem eru í dreifingu.

Af öðrum viðurkenningum má nefna að fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir úr Stjörnunni var útnefnd Íþróttakona UMSK 2021, frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson úr Breiðabliki, íÞróttakarl UMSK 2021 og lið ársins var kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu.

Félagsmálaskjöldinn hlaut svo Geirarður Long úr Aftureldingu.

Kristrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Aftureldingar, var jafnframt kvödd með góðum hætti en hún er að hverfa til annarra starfa.

Tvö ný félög voru tekin inn sem aðildarfélög UMSK. Það voru Karatefélag Garðabæjar og Hnefaleikafélagið Haförn.

Myndir frá þingi UMSK.