08. febrúar 2019

Hvað er að frétta af framtíðinni?

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á þeim rúmlega 110 árum sem liðin eru frá því að Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) var stofnað. Samfélagið mun áfram taka breytingum. Í því eru fólgin tækifæri og áskoranir. Breytingarnar munu hafa áhrif á starfsemi og umhverfi ungmenna- og íþróttafélaga, hvort sem það er vegna frumkvæðis þeirra sjálfra eða utanaðkomandi aðstæðna. Mikilvægt er því að greina þarfirnar og koma til móts við óskir iðkenda, félagsmanna og samfélags.

Þegar þessi mál eru skoðuð er mikilvægt að virða fyrir sér það sem er að gerast umhverfis okkur, ekki aðeins í ungmennafélagshreyfingunni heldur allt í kringum okkur, hérlendis sem erlendis. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér eða hvernig starfsemi ungmennaog íþróttafélaga muni þróast. En við getum rýnt í aðstæðurnar, skoðað þarfirnar og unnið saman að því að skoða áherslur og nýjungar sem létta okkur ákvarðanatöku hvað varðar næstu skref. Hér verður rýnt í strauma og mögulegar stefnur en ekki er um endanleg svör að ræða.

UMFÍ hefur nú þegar nýtt sér nokkrar af þessum sviðsmyndum sem sjá má hér að neðan við ákvarðanatöku, svo sem með breytingum á mótahaldi og áherslum í núverandi og nýjum verkefnum.

 

 

Vangavelturnar um framtíðina birtust í síðasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ. Allt blaðið er hægt að lesa á vef www.umfi.is:

Skinfaxi 4. tbl. 2018