06. nóvember 2017

Hvar ert þú á samfélagsmiðlum?

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV), samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og KFUM og KFUK á Íslandi, vinnur að velferð barna og ungmenna. 

Eitt af verkefnum ÆV er að vinna gegn einelti. Stafrænt einelti er ein af þeim hættum sem steðja að börnum og ungmennum í dag. Til þess að geta farið í aukna fræðslu og frekara forvarnarstarf gegn stafrænu einelti hefur ÆV sett saman stutta og óformlega könnun sem hefur það markmið að kanna hvaða samfélagsmiðil börn og ungmenna nota mest, hvenær þeir nota þá og hvort þeir hafi orðið fyrir stafrænu einelti.

Ert þú á aldrinum 12 - 25 ára?

Ef þú ert á aldrinum 12 - 25 ára hvetur UMFÍ þig til þess að gefa þér 5 mínútur og svara örstuttri könnun. Með þinni þátttöku tekst okkur að fá skýrari mynd af samfélagsmiðlum sem gerir fræðslu- og forvarnastarf okkar skilvirkara og betra. Öll svör eru nafnlaus og þau verða hvergi birt opinberlega.

Ábyrgðarmaður verkefnisins er Sema Erla, verkefnastýra Æskulýðsvettvangsins. Könnunin stendur yfir til 10. nóvember. 

Smelltu hér til þess að taka þátt.