16. apríl 2018

Hver vill eignast nýja sænska vini?

Hópur ungs fólks (20-25 manns á aldrinum 17 - 25 ára) frá samtökunum 4H í Svíþjóð er væntanlegur til Íslands í maí og leitar hann eftir því að hitta hóp á svipuðum aldri í Reykjavík laugardaginn 12. maí. Gert er ráð fyrir því að hópurinn verði í Reykjavík allan daginn með þessum nýju íslensku vinum sínum.

Sænsku ungmennin hafa haft á prjónunum lengi að koma til Íslands og hlakkar ungmennin mikið til.

Hverja langar til að vera með og eignast nýja vini frá Svíþjóð?

Þeir sem vilja upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt er bent á að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is eða í síma 568-2929.

Ítarlegri upplýsingar um 4H