29. desember 2017

Ísak Óli íþróttamaður UMSS

Ísak Óli Traustason frá Tindastóli hlaut titilinn Íþróttamaður Skagafjarðar UMSS 2017 á miðvikudagskvöld. Lið ársins er meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks og er þjálfari ársins Israel Martin hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls. Á sama tíma hlaut ungt og efnilegt íþróttafólki í Skagafirði viðurkenningar.

Fram kemur á fréttavef Feykis að Ísak Óli varð á árinu Íslandsmeistari 110 m grindarhlaupi utanhúss og í 60 m grindarhlaupi innanhúss. Hann tók líka þátt í Norðurlandamóti unglinga í fjölþraut og lenti þar í öðru sæti. Ísak Óli setti persónuleg met í 14 greinum, í 1.500 m hlaupi, langstökki, hástökki, spjótkasti og stangarstökk.

Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) er eitt 29 samanbandsaðila UMFÍ.