05. ágúst 2017

Ívar Ingimarsson dæmir á Unglingalandsmóti

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum. Þar á meðal eru þeir Ívar Ingimarsson og Guðgeir Sigurjónsson, leikmaður Hattar á Egilsstöðum.

Ívar, sem er hægra megin á myndinni, er fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og var atvinnumaður lengi með Reading í enska boltanum.

Það er gaman að fá svona reynslubolta sem sjálfboðaliða á Unglingalandsmót UMFÍ.