22. mars 2020

Lárus hjá Sindra: Þjálfarar viðhalda áhugahvöt krakkanna

Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög standa frammi fyrir ýmis konar áskorunum í starfi sínu til að draga úr útbreiðslu COVID-19 faraldursins. En hvernig er brugðist við? Hér segir Lárus Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra, á Höfn í Hornafirði frá því hvernig félagið bregst við.

 

Nú standið þið frammi fyrir ýmiskonar áskorunum í starfi ykkar. Hvað hafið þið gert frammi fyrir þeim? 

Við höfum hvatt krakkana til að æfa sig heima, við höfum einnig hvatt foreldra til að taka þátt í leikjunum með börnunum á Facebook-síðu Sindra

 

 

Við erum búin að hvetja þjálfara til að vera proactive með videó og sýna æfingar sem hægt er gera heima og hvetja krakkana til að gera þær.

Margir þjálfara og deildir hafa verið að senda og deila videóum af æfingum og hvetja krakkana til að halda senda inn myndbönd.

Til þess að viðhalda áhugahvöt krakkanna þá höfum við hvatt þau til að vera með keppni, eða markmið, til dæmis armbeygjukeppni, búa til lista sem hægt er að merkja við þegar viðkomandi hefur náð að halda bolta á lofti 10 og svo 20 sinnum og þar fram eftir götunum.