12. ágúst 2019

Laugar á Laugarvatni

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ eru fluttar á Laugarvatn í Bláskógarbyggð. Starfsmenn búðanna eru í óða önn að setja upp og undirbúa komu nemenda næsta starfsvetur. Ungmennabúðirnar Laugar eru staðsettar í gömlu íþróttamiðstöðinni við Laugarvatn. Í næsta nágreni er sundlaug, skógurinn og margir fallegir staðir sem nemendur munu njóta í kring. Búið er að tryggja öllum skólum sem sótt hafa um dvöl næsta vetur og er nánast fullbókað í búðirnar. Áhugasömum er bent á að hafa samband við forstöðumann. Gjaldið fyrir dvöl 2019 - 2020 er 29.000kr. á nemanda.  

Starfsfólk Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ hlakka til að taka á móti nemendum á nýjum stað.