17. mars 2020

Lengri frestur til að skila starfsskýrslum

Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í samfélaginu þessa stundina og þá ekki síst samkomubannsins sem hamlar því að einingar í íþróttahreyfingunni ljúki sínum aðalfundum og ársþingum, þá hafa ÍSÍ og UMFÍ í sameiningu ákveðið að framlengja frest til að skila inn starfsskýrslum í Felix til 1. júní næstkomandi.

Þau íþróttafélög sem hafa tök á að skila fyrr eru góðfúslega beðin um að ganga frá skilum eins fljótt og auðið er. Það flýtir fyrir úrvinnslu gagna.

Vinsamlegast komið þessum skilaboðum á framfæri við íþrótta- og ungmennafélög innan ykkar vébanda, til upplýsingar.

UMFÍ veitir frekari upplýsingar í síma  568 2929 og í tölvupósti á netfanginu umfi@umfi.is.