06. apríl 2020

Lokað í Ungmennabúðum UMFÍ vegna samkomubanns

Lokað er í Ungmennabúðum UMFÍ nú á meðan samkomubann varir.

Í þeim samfélagslegu aðstæðum sem nú eru leggur Samband íslenskra sveitarfélaga höfuðáherslu á að fylgja í einu og öllu fyrirmælum opinberra aðila sem stýra aðgerðum til  varnar útbreiðslu COVID veirunnar. Föstudaginn 13. mars 2020 settu sóttvarnarlæknir, fulltrúi almannavarna, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra fram tilmæli um takmörkun við skólahaldi og hefur það verið framlengt til 4. maí næstkomandi. 

Af þeim sökum eru Ungmennabúðir UMFÍ lokaðar á meðan samkomubanni stendur.