27. maí 2021

Marella endurkjörin formaður ÍA

„Þingið okkar gekk mjög vel. Við fórum mjög ítarlega yfir endurskoðun á öllum lögum og allt var samþykkt,“ segir Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA). Ársþing ÍA var haldið á þriðjudag í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness.

Marella Steinsdóttir var endurkjörin formaður ÍA ásamt nánast allri stjórn. Eina stóra breytingin var sú að Hörður Helgason, varaformaður ÍA, gaf ekki kost á sér áfram. Hann hefur vermt stól varaformanns í þrjú ár og unnið um árabil fyrir ÍA og knattspyrnufélagið, sem þjálfari og fleira. Í hans stað kom Hrönn Ríkharðsdóttir, gjaldkeristjórnar ÍA.

Þau Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformaður UMFÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, voru gestir á þinginu. Jóhann flutti ávarp fyrir hönd UMFmÍ og afhenti skjöld að gjöf í tilefni af 75 ára afmæli ÍA á dögunum.

Þetta er annað þingið sem fulltrúar UMFÍ mæta til eftir að ÍA gerðist sambandsaðili UMFÍ haustið 2019.

Sú mikla breyting varð á stjórn þings ÍA nú að Hörður Helgason gaf ekki lengur kost á sér eftir að hafa stýrt því í mörg ár. Eftirmaður hans var Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍA.

Guðmunda segir það hafa gengið afar vel. „Ég sagði henni að nú væri hún æviráðin,“ segir hún.

 

Hér má sjá fleiri myndir frá þinginu. Þar á meðal eru formaðurinn Marella, þingforsetinn Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, handhafar bandalagsmerkis ÍA og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, sem flutti ávarp á þinginu.