05. nóvember 2018

Menntamálaráðherra heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ á föstudag. Lilja skoðaði þjónustumiðstöðina og fræddi Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og stjórn UMFÍ  hana um UMFÍ og sambandsaðila UMFÍ um allt land.  

Lilja spurði margs um Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmótið og Landsmót UMFÍ 50+ ásamt mörgum þeim æskulýðsverkefnum sem tengjast UMFÍ og sambandsaðilum UMFÍ.

Lilja lýsti yfir ánægju með verkefnin, sérstaklega þá breiðu nálgun UMFÍ að hafa alla með. Nú nefndi sérstaklega verkefnið Vertu með sem nýverið var ýtt úr vör. Lilja hélt einmitt erindi á fundi þar sem verkefnið var kynnt og afhenti styrki í tengslum við það.

Markmið Vertu með er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna.

Lilja sagðist hafa mikinn áhuga á Vertu með og verkefnum sem varða börn með annað móðurmál en íslensku.

 

Fleiri myndir frá heimsókninni