23. september 2020

Nemendur kátir í Ungmennabúðum UMFÍ

Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni eru í fullum gangi og allir kátir alla daga. Starfsemi í búðunum fer fram í samræmi við tilmæli við yfirvalda og er UMFÍ með staðfestingu frá sóttvarnalækni þess efnis.

UMFÍ á í góðum og reglubundum samskiptum við yfirvöld og funda með sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöldum.

Við mælumst til þess að sömu fullorðnu einstaklingar frá skólum viðkomandi nemenda verði með hópnum allan dvalartímann. Að auki eru upplýsingar um COVID-19 hafðar í sjónmáli í öllum almenningsrýmum svo þær fari ekki fram hjá neinum í Ungmennabúðum UMFÍ.

Við hlökkum til að sjá káta grunnskólanemendur í Ungmennabúðum UMFÍ!

 

Fleira efni um Ungmennabúðirnar:

Lærðu mikið af því að vinna með ungmennum

Vefsíða Ungmennabúða UMFÍ

 

Fleiri myndir úr Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni