02. febrúar 2018

Nú er opið fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

 

Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Sjóðurinn er fyrir börn og ungmenni á frá 6 – 25 ára aldurs og ætlaður til þess að Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína.

Frestur til að sækja um styrki úr sjóðnum er til 15. febrúar 2018 klukkan 16:00. 

Allir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um styrk úr sjóðnum. Ekki er gert ráð fyrir að hefðbundin íþróttafélög sæki um verkefni sem snúa að íþróttastarfsemi í þennan sjóð.

Áður fyrr var hægt að sækja um þrisvar í sjóðnum. Því hefur verið breytt og er aðeins hægt að sækja um styrk tvisvar á ári, 15. febrúar og 15. október.

 

Þessi verkefni fengu styrk

Á meðal verkefna sem fengu úthlutað styrkjum árið 2017 og tengjast UMFÍ með einum eða öðrum hætti eru:

UMFÍ – Mín eigin fyrirmynd – 500.000 kr

Æskulýðsvettvangurinn – Átak gegn stafrænu einelti – 1.000.000 kr.

UMFÍ – Forvarnir unga fólksins – 500.000 kr.

Æskulýðsvettvangurinn – Eineltisfræðsla – 500.000 kr.

Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga (UDN) – Laugafjör-tengsl ungs fólks – 400.000 kr.

 

Nánar um umsóknir í Æskulýðssjóð