02. febrúar 2018

Opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram sem næst 1. maí.

UMFÍ hvetur sérstaklega til þess að sótt verði um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldra fólk.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Hér eru dæmi um úthlutanir sem ungmennafélög fengu úr Fræðslu- og verkefnasjóði:

Á síðasta ári úthlutaði Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ 14,7 milljónum króna til tuga verkefna tengdum sambandsaðilum UMFÍ.

Á meðal þeirra sem fengu úthlutað til fjölmargra verkefna í fyrra voru Frjálsíþróttaráð HSÞ, Ungmennasamband Borgarfjarðar til að færa ljósmyndir á stafrænt form og hestamannafélagið Hörður vegna reiðskóla fyrir fatlaða og fólk með þroskahömlun.

Dæmi um fleiri úthlutanir fá sjá hér.

Úthlutun vor 2017

Úthlutun haust 2017

 

Hverjir geta sótt um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ?

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem talið er að geti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Úthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóði fer fram tvisvar á ári, sem næst 1. maí og 1. nóvember ár hvert.

 

Smelltu hér til að sækja um