03. maí 2018

Ráðstefna fyrir ungmenni

Ungmennafélag Íslands er aðili að Nordisk Samorgnaisations for Ungdomasarbejde (NSU) en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári. Ungmennaráðstefna á vegum NSU fer fram í Inari í norður Finnlandi dagana 2. - 8. júlí og haldin af Saga Finland sem eru samtök innan NSU.  Flogið verður til og frá Ivalo sem er í klukkustundar fjarlægð frá Inari en með millilendingu í Helsinki. UMFÍ á sæti fyrir fimm þátttakendur á aldrinum 18 - 22 ára að þessu sinni.

Yfirskrift ráðstefunnar er Guardians of Equality. Fjallað verður um samvinnu ólíkra hópa og jöfn tækifæri í samfélaginu. Sérstaklega verður fjallað um kynjajafnrétti og hvaða áhrif ungt fólk getur haft til að auka jafnrétti.

Þátttökugjaldið er 50 evrur, auk ferðakostnaðar. UMFÍ niðurgreiðir um 25% í heildarkostnaði og aðstoðar þátttakendur að sækja um styrk til sinna félaga.  UMFÍ sér um að bóka flugmiða og annað fyrir þátttakendur.

Umsóknafrestur er til 8. maí nk.

Allar nánari upplýsingar veitir

Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Landsfulltrúi UMFÍ
sabina@umfi.is

 

Smelltu hér fyrir upplýsingar á pdf.