16. janúar 2020

Sigmar er verkefnastjóri Íþróttaveislu UMFÍ

„Þetta verður heljarinnar veisla!“ segir Sigmar Sigurðarson, sem nýverið var ráðinn í starf verkefnastjóra Íþróttaveislu UMFÍ á skrifstofu Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Sigmar starfaði áður sem markaðs- og viðburðastjóri hjá íþróttafélaginu Breiðabliki í Kópavogi. ÍÞróttaveisla UMFÍ er haldin í samstarfi við UMSK og Kópavogsbæ og í nánu samstarfi við íþróttafélögin Breiðablik, Gerplu og HK. 

 

Um Íþróttaveislu UMFÍ

Íþróttaveislan verður skemmtileg þriggja daga lýðheilsuhátíð í Kópavogi dagana 26.-28. júní 2020. Í Íþróttaveislunni verður áhersla á íþróttir, skemmtilega hreyfingu og frábæran félagsskap. Í Íþróttaveislunni verður boðið upp á tugi íþróttagreina og fjölda viðburða tengda hreyfingu og má búast við gríðarlegum fjölda fólks njóta þess að keppa sín á milli og á eigin forsendum, prófa allskonar skemmtilega hreyfingu – og uppgötva nýjar greinar.

Á meðal greina og viðburða í Íþróttaveislunni eru borðtennis, bandí, strandblak, strandhandbolti, hlaupaskotfimi (biathlon) hjólreiðar, skák, þríþraut, frisbígolf, strandfótbolti, körfubolti og fjöldi annarra skemmtilegra.

 

Viltu vita meira um Íþróttaveislu UMFÍ í Kópavogi? Smelltu þá á www.ithrottaveisla.is