24. janúar 2020

Skemmtisólarhringur Ungmennaráðs UMFÍ

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir viðburði fyrir 16 - 25 ára ungmenni dagana 7. - 8. febrúar nk. 

Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að skipulagi og mun leiða þátttakendur í gegnum allskyns leiki , ísbrjóta og óvæntar uppákomur. Þátttakendur hafa meðferðis sængurver, lak, kodda og annað sem þeir telja mikilvægt að hafa meðferðis fyrir sólarhring. Þátttaka er ókeypis.

Viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus. 

 

Dagskrá er eftirfarandi:

FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR
Kl. 16:30 Mæting í þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtún 42,
105 Reykjavík.
Kl. 17:00 Hvað er í boði fyrir ungt fólk innan UMFÍ?
Kl. 18:30 Léttar veitingar.
Kl. 19:00 Ratleikur á áfangastað.
Kl. 22:00 Kvöldvaka og kósý!

LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR
Kl. 09:00 Morgunmatur
Kl. 09:30 Hópavinna og umræður um
ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði
Kl. 11:00 Tiltekt og frágangur
Kl. 13:00 Koma í þjónustumiðstöð UMFÍ.

 

Smelltu hér til þess að skrá þig.

Takmarkaður fjöldi er í boði. Fyrstur kemur fyrstur fær. 

Skráningarfrestur er til 5. febrúar.