15. mars 2021

Stefnumót UMFÍ

UMFÍ vinnur nú að endurnýjun á stefnu sambandsins, sem ætlunin er að kynna á Sambandsþingi UMFÍ í október 2021. Unnið er að uppsetningu fundarraðar þar sem leitast verður eftir að eiga gott og innihaldsríkt samtal og styrkja böndin á milli sambandsaðila UMFÍ, starfsfólks, stjórnenda og ungs fólk innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Mikilvægt er að heyra sem flestar raddir úr hreyfingunni svo stefnan inn í framtíðina verði sem skýrust og skili mestum árangri.

 

Stefnumót á Hótel Geysi

Fyrsta stefnumót UMFÍ fer fram laugardaginn 20. mars á Hótel Geysi í Haukadal á Suðurlandi. Á stefnumótið eru Sambandsaðilar UMFÍ, stjórn UMFÍ og ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára sérstaklega velkomið.

Dagskráin er frá kl. 13:00 - 16:00.

Rödd ungs fólks skiptir miklu máli inn í stefnumótunarvinnu UMFÍ, enda ungt fólk mikill meiri hluti í öllu ungmennafélagsstarfi.

UMFÍ greiðir fyrir ferðakostnað og veitingar.

Skráningafrestur er til miðvikudagsins 17. mars.

Smelltu hér til þess að skrá þig til leiks. 

Ef það eru einhverjar spurningar er velkomið að senda þær á netfangið ragnheidur@umfi.is.