18. nóvember 2020

Störf í boði hjá UMFÍ á Laugarvatni

Við leitum að starfsfólki í 100% starf frístundaleiðbeinanda og starfsmann í eldhús og ræstingar í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni.

Starfið felur í sér að leiðbeina ungmennum á námskeiðum, hafa umsjón með dagskrá, samskiptum við skólastjórnendur og aðra sem eru með nemendahópum í búðunum. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og reynslu að starfa með ungmennum, vera reyklaus og fyrirmynd ungmenna. 

Starfsmaðurinn hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld og bakstur. Starfsmaðurinn hefur einnig umsjón og skipulagningu með þrifum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við forstöðumann, s.s. skipuleggur matseðla og annast innkaup á matvörum. 

Umsóknarfrestur er til 1. desember. Nánari upplýsingar veitir Jörgen Nilsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ, í síma 787 5050. 

Umsóknir um starfið sendist á netfangið umfi@umfi.is 

 

Vissirðu þetta um Ungmennabúðir UMFÍ?

  • Ungmennabúðir UMFÍ hófu starfsemi í janúar árið 2005 að Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. Þær hafa verið á Laugarvatni í Bláskógabyggð frá árinu 2019.
  • Ungmennabúðir UMFÍ eru fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla. Nemendur eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. 
  • Markmiðið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. 
  • Árlega koma rúmlega 2.200 ungmenni í Ungmennabúðir UMFÍ.