15. ágúst 2019

Tækifæri fyrir ungmenni

Hefur þú áhuga á umhverfismálum og sjálfbærni þróun? Langar þig að skella þér til Finnlands? Ertu á aldrinum 16 – 30 ára? Hefurðu áhuga á að kynnast nýju fólki?

Ef þú svarar þessum spurningum játandi þá hvetur UMFÍ þig til þess að kynna þér námskeiðið LoopLife.

Um er að ræða norrænt námskeið 3. – 8. september í Helsinki fyrir ungmenni af Norðurlöndunum á aldrinum 16 – 30 ára. Þema námskeiðsins er sjálfbær þróun eða sustainable development.

Norrænu félagasamtökin NSU (Nordic Youth Association) standa fyrir námskeiðinu.

Viðburðurinn er ókeypis og hljóta íslensk ungmenni ferðastyrk að allt að 450€.

 

Frekari upplýsingar

Smelltu HÉR til þess að kynna þér námskeiðið frekar.

Smelltu HÉR til þess að kynna þér NSU frekar.