10. júlí 2020

Þátttökugjöld endurgreidd

Eins og landsmenn vita hefur Unglingalandsmóti UMFÍ sem fyrirhugað var að halda á Selfossi um verslunarmannahelgina verið frestað um ár. Um leið og það lá fyrir í gær hófst vinna við endurgreiðslu þátttökugjalda þeirra sem þegar höfðu skráð sig.

Við höfum nú lokið ferlinu sem endurgreiðslur þátttökugjalda fela í sér. Allir sem höfðu skráð sig á mótið hafa nú fengið endurgreitt. Mögulegt er þó að það geti tekið 1-2 daga fyrir endurgreiðslurnar að birtast á reikningi greiðanda.

Við minnum svo þátttakendur og fjölskyldur til að njóta verslunarmannahelgarinnar saman með heilbrigðum og skemmtilegum hætti.

Sjáumst hress og kát á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi 2021!