12. maí 2020

Þið munið öll brennó!

Nú styttist aldeilis í stuðið. Vorboðinn góði, Hreyfivika UMFÍ hefst 25. maí næstkomandi og stendur hún til 31. maí. Boðberar hreyfingar eru byrjaðir að undirbúa Hreyfivikuna um allt land, bæði í grunnskólum  landsins, hjá sambandsaðilum UMFÍ og fyrirtækjum. Það má því búast við margskonar hreyfingu síðar í mánuðinum.

Sambandsaðilar UMFÍ geta fengið brennibolta og Kristal vegna viðburða. Endilega hafið samband við Sabínu Steinunni, verkefnastjóra Hreyfiviku UMFÍ (sabina@umfi.is), og fáið nánari upplýsingar, svo sem hvað þið þurfið marga brennibolta og mikið að drekka - nú eða hugmynd að viðburði. Í Hreyfiviku UMFÍ sést hverjir drekka Kristal, en Ölgerðin er bakhjarl Hreyfiviku UMFÍ.

Nú í ár er sérstök áhersla á brennibolta í grunnskólum landsins.

Meiri upplýsingar:

WWW.HREYFIVIKA.IS