29. júní 2021

Þorvaldsdalsskokkið: Ræst í elsta óbyggðahlaupi Íslands

Áætlað er að um 250 manns taki þátt í Þorvaldsdalsskokkinu sem fram fer í Hörgárdal á laugardag. Þetta er eitt elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið var fyrst haldið árið 1994 og hefur farið fram á hverju ári síðan.

Framkvæmdaaðilar Þorvaldsdalsskokksins eru: Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE), Ungmennafélagið Reynir á Árskógsströnd og Ungmennafélagið Smárinn í Hörgárbyggð.

Enn er opið fyrir skráningu í hlaupið. Bæði er hægt að skrá sig á www.hlaup.is og í tölvupósti á thorvaldsdalsskokk@umse.is.

 

 

Þorvaldsdalsskokkið er ætlað öllum, bæði konum og körlum, sem telja sig komast þessa leið hlaupandi eða skokkandi á innan við fjórum klukkustundum. Tímatöku verður hætt klukkan 17:00. Keppt er í aldursflokkum 16-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri. Þrír fyrstu karlar og konur hljóta verðlaun sem gefin eru af styrktaraðilum hlaupsins. Árangur allra þátttakenda verður síðan birtur hér á síðunni og á hlaup.is.

 

 

Aðstandendur segjast svo lánsamir að margar hendur vinna létt verk. Flestir sjálfboðaliðarnir sem taka þátt í vinnu við mótið eru hafsjór af reynslu í hlaupum og útivist, auk þess eru stöðugt nýjir að bætast í hópin.

Helstu samstarfsaðilar eru 66°norður og Sjóvá. Auk þess styrkja mótið Hauganes Whale Watching, Sporttours, Papco, Hleðsla, Gatorade, Terra, og Húsasmiðjan auk Björgunarsveitarinnar Dalbjargar, sem aðstoðar við gæslu og öryggi.

 

Ítarlegri upplýsingar um Þorvaldsdalsskokkið

Leiðina má sjá hér að neðan.